Ferill 483. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 765  —  483. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna hækkandi hlutfalls aldraðra.

Frá Ellerti B. Schram.


     1.      Til hvaða aðgerða telur ráðherra brýnt að grípa á næstu missirum í ljósi hækkandi hlutfalls aldraðra á Íslandi á komandi árum sem kallar á mörg verkefni af hálfu hins opinbera?
     2.      Telur ráðherra að fella mætti brott ákvæði til bráðabirgða VII í lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, sem mælir fyrir um heimild fyrir Framkvæmdasjóð aldraðra til að verja fé úr sjóðnum til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða, þannig að fé úr sjóðnum fari einungis til uppbyggingar og viðhalds þjónustumiðstöðva, dagdvalar og stofnana fyrir aldraða?


Skriflegt svar óskast.