Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 894  —  541. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofunnar (nafnbreyting á stofnuninni).

Frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.



I. KAFLI

Breyting á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991.

1. gr.

     a.      2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Á vegum ráðuneytisins er starfrækt skrifstofa hugverkaréttinda, Hugverkastofan, sem fer með framkvæmd laganna.
     b.      Í stað „Einkaleyfastofan“ í 1. mgr. 8. gr. a, í 1. mgr. 19. gr., í 1. málsl. og tvívegis í 2. málsl. 5. mgr. 21. gr., í 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 2. mgr. 40. gr. b, í 4. mgr. 41. gr., í 66. gr., í 1. mgr. 68. gr., í 1. mgr. 69. gr. a, í 3. mgr. 75. gr., í síðara skiptið í 3. mgr. 77. gr., í 2. mgr. 78. gr., í 2. mgr. 80. gr., í 1. mgr. 83. gr., í 1. og 2. mgr. 86. gr. og í 1. mgr. 88. gr. laganna kemur: Hugverkastofan.
     c.      Í stað „Einkaleyfastofunni“ í 2. mgr. 8. gr. a, í 2. mgr. 65. gr. a., í síðara skiptið í 1. málsl. 3. mgr. 75. gr., í 76. gr., í 1. og 2. tölul. 1. mgr. og í 3. mgr. 77. gr., í 1. mgr. 83. gr., í 1. og 3. málsl. 1. mgr. 86. gr. og í 2. tölul. 1. mgr. 88. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.
     d.      Í stað „einkaleyfaskrifstofunnar“ í 1. mgr. 24. gr., í 3. mgr. 25. gr., í 1. mgr. 67. gr. og í 1. mgr. 69. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.
     e.      Í stað „einkaleyfaskrifstofan“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna kemur: Hugverkastofan.
     f.      Í stað „Einkaleyfastofuna“ í 1. mgr. 40. gr. a laganna kemur: Hugverkastofuna.
     g.      Í stað „Einkaleyfastofunnar“ í 5. mgr. 40. gr. b, tvívegis í 2. mgr. og í 4. mgr. 68. gr., í 1. mgr. 69. gr. a og í 1. mgr. 81. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.
     h.      Í stað „einkaleyfaskrifstofu“ í 1. mgr. 69. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.
     i.      Í stað „Einkaleyfaskrifstofunni“ í 71. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.

II. KAFLI

Breyting á lögum um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.

2. gr.

    Í stað „Einkaleyfastofu“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.

III. KAFLI

Breyting á lögum um hönnun, nr. 46/2001.

3. gr.

     a.      Í stað „Einkaleyfastofunnar“ í 1. mgr. 13. gr., í 1. mgr. 30. gr., í 3. mgr. 31. gr., í 35. gr., í 1. mgr. 45. gr., í 3. mgr. 51. gr., í 1. mgr., tvívegis í 2. mgr. og í 3. mgr. 53. gr. og í 1. mgr. 56. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.
     b.      Í stað „Einkaleyfastofan“ í 1. og 2. mgr. 17. gr., í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 18. gr., í 1. mgr. og tvívegis í 4. mgr. 19. gr., í 1. mgr. 20. gr., í 3. og 4. mgr. 24. gr., í 1., 3. og 4. mgr. 27. gr., í 1. mgr. 28. gr., í 2. mgr. 29. gr., í 1. og 2. mgr. 30. gr., í 2. mgr. 31. gr., í 2. mgr. 32. gr., í 1. og 2. málsl. 1. mgr. og í 2. mgr. 33. gr., í 1. mgr. 34. gr., tvívegis í 1. mgr. 48. gr. og í 1. og 2. mgr. 56. gr. laganna kemur: Hugverkastofan.
     c.      Í stað „Einkaleyfastofunni“ í 1. og 2. mgr. 24. gr., í 1. mgr. 29. gr., í 1. mgr. 36. gr., í 1. mgr. 44. gr., í 46. gr., í 1. mgr. 52. gr., í 1. og 2. mgr. 55. gr. og í 2. mgr. 57. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.
     d.      Í stað „Einkaleyfastofuna“ í 1. mgr. 33. gr. laganna kemur: Hugverkastofuna.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994.

4. gr.

    Í stað „Einkaleyfastofu“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.

V. KAFLI

Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.

5. gr.

    Í stað „Einkaleyfastofu“ í 1. málsl., 2. málsl. og 3. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um vörumerki, nr. 45/1997.

6. gr.

     a.      Í stað „Einkaleyfastofunnar“ í 12. gr., í 1. mgr. 22. gr., í 1. mgr. 25. gr., í 1. og 2. mgr. 28. gr., í 6., 7. og 10. tölul. 1. mgr. 32. gr., í 1. mgr. 37. gr., í 49. gr., í 1. mgr. 52. gr., í 4. mgr. 53. gr., í 61. gr., í 1. mgr. 63. gr. og tvívegis í 2. mgr. og í 4. mgr. 65. gr. a laganna kemur: Hugverkastofunnar.
     b.      Í stað „Einkaleyfastofan“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 19. gr., í 1. mgr. 20. gr., í 1. mgr. 21. gr., í 2., 3. og 4. mgr. 22. gr., í 1. og 2. mgr. 23. gr., í 1. og 2. mgr. 24. gr. a, í 2. mgr. 27. gr., í 2. mgr. 29. gr., í 1. og 2. mgr. 30. gr., í 1. mgr., 1. málsl. og 2. málsl. 2. mgr. og tvívegis í 3. mgr. 30. gr. a, í 2. og 4. mgr. 35. gr., í 3. mgr. 38. gr., í 3. mgr. 40. gr., í 2. mgr. 47. gr., í 1. og 3. mgr. 50. gr., í 1. og 2. mgr. 52. gr., í 2. og 5. mgr. 53. gr., í 3. mgr. 63. gr. og í 1. mgr. 65. gr. a laganna kemur: Hugverkastofan.
     c.      Í stað „Einkaleyfastofuna“ í 1. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 30. gr. laganna kemur: Hugverkastofuna.
     d.      Í stað „Einkaleyfastofunni“ í 2. mgr. 20. gr., í 1. mgr. 27. gr., í 1. mgr. 31. gr., í 2. mgr. 50. gr., í 51. gr., í 1. mgr. 53. gr., í 2. mgr. 64. gr. og í 65. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.

VII. KAFLI

Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

7. gr.

    Í stað „Einkaleyfastofu“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, nr. 130/2014.

8. gr.

    Í stað „Einkaleyfastofunni“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944.

9. gr.

    Í stað „Einkaleyfastofunni“ í 8. mgr. 12. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.

X. KAFLI

Breyting á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.

10. gr.

    Í stað Einkaleyfastofunnar í 1. mgr. 37. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.

XI. KAFLI

Breyting á lögum um félagamerki, nr. 155/2002.

11. gr.

     a.      Í stað „Einkaleyfastofunnar“ í 2. mgr. 4. gr., í 5. gr., í 1. og 3. mgr. 8. gr. og í 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: Hugverkastofunnar.
     b.      Í stað „Einkaleyfastofan“ í 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: Hugverkastofan.
     c.      Í stað „Einkaleyfastofunni í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: Hugverkastofunni.
     d.      2. mgr. 11. gr. laganna fellur brott.

XII. KAFLI

Gildistaka.

12. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2019.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að heitið Hugverkastofan komi í stað heitisins Einkaleyfastofan sem nafn á skrifstofu hugverkaréttinda. Jafnframt er lagt til að ákvæðum ýmissa sérlaga verði breytt með hliðsjón af þessu.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Frumvarp sama efnis var lagt fram á 146. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Einkaleyfastofan fer með málefni hugverkaréttinda á sviði iðnaðar á Íslandi. Hlutverk hennar kemur fram í reglugerð nr. 188/1991 um Einkaleyfastofu, sbr. auglýsingu nr. 187/1991. Þá er hlutverki stofnunarinnar jafnframt gerð skil í sérlögum, einkum lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, lögum um vörumerki, nr. 45/1997, og lögum um hönnun, nr. 46/2001, auk þess sem vikið er að stofnuninni í ýmsum sérlögum, sbr. ákvæði frumvarps þessa. Einkaleyfastofan fer með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Ber stofnuninni jafnframt að veita einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Enn fremur ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum sé aðgengileg almenningi.
    Ástæða þess að lagt er til að heiti stofnunarinnar verði breytt er sú að heitið Einkaleyfastofan gefur ekki skýra mynd af starfsemi stofnunarinnar þar sem það vísar eingöngu til einnar tegundar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar hefur heitið því of þrönga skírskotun miðað við raunverulega starfsemi hennar. Þá getur heiti Einkaleyfastofunnar verið villandi í augum viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila þar sem það gefur til kynna að stofnunin láti sig einungis varða málefni einkaleyfa þrátt fyrir að starfsemi og ábyrgðarsvið hennar tengist hugverkaréttindum almennt. Telja verður mikilvægt að stofnun sem fer með þessi málefni tryggi að öllum fagsviðum sé gert jafnhátt undir höfði og að ekki komi fram í heiti hennar sérstök áhersla á eitt fagsvið umfram annað.
    Nafnbreytingin er í samræmi við markmið sem sett voru fram í Hugverkastefnu sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti árið 2016 undir heitinu Hugverkastefna 2016–2022, hugverkaréttindi sem viðskiptatæki og verðmæti. Markmið stefnunnar er hugverkadrifið Ísland árið 2022 og sú framtíðarsýn er sett fram í stefnunni ásamt því að veita upplýsingar um réttindin, mikilvægi þeirra og mögulegar verndarleiðir og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Til að stuðla að skilvirkara stjórnkerfi og lagaumhverfi í hugverkaréttindum á landinu var m.a. lagt til að Einkaleyfastofan yrði styrkt sem stofnun og hlutverk hennar skýrt. Þá var kveðið á um að æskilegt væri að breyta heiti Einkaleyfastofunnar, það yrði Hugverkastofan, til samræmis við heildarverkefni stofnunarinnar. Enskt heiti stofnunarinnar yrði Icelandic Intellectual Property Office.
    Í þessu sambandi er vert að taka fram að nokkrar erlendar hugverkastofur og stofnanir hafa á liðnum árum fengið ný heiti sem lýsa betur starfsemi þeirra. Þessi þróun er í takt við aukinn skilning á hugverkum og mikilvægi skilvirkra samskipta og upplýsingagjafar til hagsmunaaðila og viðskiptavina.
    Af þessum ástæðum er með frumvarpi þessu lögð til breyting á heiti stofnunarinnar.

3. Meginefni frumvarpsins.
    Ákvæði frumvarpsins lúta að því að breyta heitinu „Einkaleyfastofan“ í lagasafninu í „Hugverkastofan“, í viðeigandi beygingarmynd.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Ekki var talin ástæða til að meta sérstaklega samræmi frumvarpsins við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar, að teknu tilliti til efnis frumvarpsins.

5. Samráð.
    Frumvarpið var unnið í samvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Einkaleyfastofunnar og var sett í samráðsgátt Stjórnarráðsins til almennrar kynningar og umsagnar áður en það var lagt fram á Alþingi. Engar umsagnir bárust í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

6. Mat á áhrifum.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verða fjárhagsáhrif á afkomu ríkissjóðs óveruleg. Ekki fellur til kostnaður af breytingunni umfram kostnað við að breyta bréfsefni stofnunarinnar og gera nýtt auðkenni fyrir hana. Gert er ráð fyrir að sá kostnaður rúmist innan núverandi fjárheimilda stofnunarinnar verði frumvarpið óbreytt að lögum. Frumvarpið hefur hvorki áhrif á starfsemi stofnunarinnar né verkefni hennar þar sem einungis um breytingu á heiti er að ræða.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um greinar 1–10.

    Í greinunum er ákvæðum viðkomandi laga breytt á þann hátt að heitið Hugverkastofan kemur í stað heitisins Einkaleyfastofan, í viðeigandi beygingarmynd.

Um 11. gr.

    Í greininni er kveðið á um breytingar á ákvæðum laga um félagamerki nr. 155/2002. Ákvæðum 2. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. og 3. mgr. 8. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr. er breytt á þann hátt að Hugverkastofa kemur í stað heitisins Einkaleyfastofa, í viðeigandi beygingarmynd. Í d-lið 11. gr. er kveðið á um að 2. mgr. 11. gr. laganna falli brott. Í 2. mgr. 11. gr. laganna segir að með umsóknir sem berist Einkaleyfastofunni fyrir gildistöku laganna skuli farið eftir eldri lögum. Lög um félagamerki nr. 155/2002 tóku gildi 30. desember 2002. Umsóknir sem bárust Einkaleyfastofu fyrir gildistöku laganna hafa verið afgreiddar og ekki er þörf á ákvæðinu lengur. Af þeim sökum þykir rétt að fella ákvæðið úr lögunum í stað þess að breyta nafni stofnunarinnar.

Um 12. gr.

    Í greininni er kveðið á um gildistöku laganna. Gert er ráð fyrir að þau taki gildi 1. júlí 2019 þannig að nokkur tími gefist til að undirbúa framkvæmd þeirra.