Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 938  —  382. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um útgáfu á ársskýrslum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða stofnanir og fyrirtæki sem heyra undir ráðuneytið gefa út ársskýrslu á pappírsformi og hver var kostnaðurinn sem lagðist á ráðuneytið vegna þessa árið 2017?

    Af stofnunum sem heyra undir ráðuneytið gáfu Framkvæmdasýsla ríkisins og embætti ríkisskattstjóra út ársskýrslur á pappírsformi árið 2017. Enginn kostnaður lagðist á ráðuneytið vegna þessa. Eftirfarandi félög í eigu ríkisins gáfu út ársskýrslur á pappírsformi árið 2017: Isavia ohf., Rarik ohf., Íslandspóstur ohf., Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., Náttúruhamfaratrygging Íslands og Neyðarlínan. Enginn kostnaður lagðist á ráðuneytið vegna þessa.