Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 946  —  561. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um tekjur Ríkisútvarpsins.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvernig hafa tekjur Ríkisútvarpsins af útvarpsgjaldi þróast frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.
     2.      Hvernig hafa auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins þróast frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.
     3.      Hvernig hafa tekjur Ríkisútvarpsins af svokallaðri kostun þróast frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.
     4.      Hvaða aðrar tekjur, reglulegar og óreglulegar, hefur Ríkisútvarpið haft frá árinu 2014 á föstu verðlagi? Óskað er eftir að upplýsingarnar verði sundurliðaðar eftir tegund tekna fyrir hvert ár og áætlun fyrir árið 2019.


Skriflegt svar óskast.