Ferill 565. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 950  —  565. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um stjórnsýslu og skráningu landeigna.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Er stjórnsýsla og skráning landeigna þannig háttað að raunhæft sé að nýta hana sem grundvöll til að stýra og hafa áhrif á ráðstöfun lands, með lögum, skipulagsáætlunum eða skattalegum hvötum?
     2.      Eftir hvaða stefnu er unnið við skráningu landeigna?
     3.      Telur ráðherra þörf á að bæta skráningu landeigna?
     4.      Eru til skýrar og samræmdar reglur um skráningu landeigna?


Skriflegt svar óskast.