Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 953  —  425. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kærur og málsmeðferðartíma.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar kærur bárust eftirtöldum á hverju ári frá árinu 2013:
                  a.      áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi,
                  b.      kærunefnd útlendingamála,
                  c.      mannanafnanefnd,
                  d.      matsnefnd eignarnámsbóta,
                  e.      nefnd um dómarastörf,
                  f.      úrskurðarnefnd sanngirnisbóta,
                  g.      endurupptökunefnd,
                  h.      innanríkisráðuneyti, þ.e. kærur
                      1.      á sviði útlendingamála fram til 1. janúar 2015,
                      2.      vegna kosninga?
     2.      Hver var meðalafgreiðslutími á hverju ári? Hver var stysti tími sem tekið hefur að afgreiða kæru og hver var lengsti tími á hverju ári?
     3.      Hversu margar kærur voru óafgreiddar hjá hverjum úrskurðaraðila 1. nóvember sl.?


a. Áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi.
    Árið 2013 barst eitt mál, málsmeðferðartími var 6 mánuðir.
    Árið 2016 barst eitt mál, málsmeðferðartími var 3 mánuðir.
    Árið 2017 bárust tvö mál, meðalmálsmeðferðartími var 6 mánuðir. Annað málið varðaði endurupptöku og var málsmeðferðartími 2 mánuðir, málsmeðferðartími í hinu málinu var 10 mánuðir.
    Árið 2018 bárust tvö mál, meðalmálsmeðferðartími var 8 mánuðir.
    1. nóvember 2018 voru tvö mál óafgreidd sem bárust nefndinni 2018. Þeim var lokið með úrskurði 22. nóvember 2018.
    16. maí 2018 féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur er felldi úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar vegna skipunar nefndarinnar, þ.e. talið var að nefndin þyrfti að vera skipuð fimm mönnum í öllum tilvikum en óheimilt væri að einungis þrír skipuðu í hverju máli. Tveir aðilar hafa óskað eftir úrlausn í málum sínum á ný í kjölfar þessa dóms og er þeim málum ólokið.

b. Kærunefnd útlendingamála.
    Fjöldi kæra:
        Árið 2015 bárust 213 mál.
        Árið 2016 bárust 573 mál.
        Árið 2017 bárust 751 mál.
        Árið 2018 bárust 612 mál.
        Í þessum tölum eru einnig beiðnir um endurupptöku mála.
    Meðalafgreiðslutími (alþjóðleg vernd, dvalarleyfi, brottvísanir og vegabréfsáritanir):
        Árið 2015 var meðalmálsmeðferðartími 274 dagar. Stystur tími var 14 dagar. Lengstur tími var 884 dagar (miðað við dagsetningu til innanríkisráðuneytisins).
        Árið 2016 var meðalmálsmeðferðartími 100 dagar. Stystur tími var 6 dagar. Lengstur tími var 269 dagar.
        Árið 2017 var meðalmálsmeðferðartími 59 dagar. Stystur tími var 3 dagar. Lengstur tími 231 dagur.
        Árið 2018 var meðalmálsmeðferðartími 57 dagar. Stystur tími var 6 dagar. Lengstur tími var 190 dagar.
    Óafgreidd mál 1. nóvember 2018 (kærur og endurupptökubeiðnir) voru 99.

c. Mannanafnanefnd.
    Engin kæra hefur borist nefndinni á tímabilinu.

d. Matsnefnd eignarnámsbóta.
    Árið 2013 barst eitt mál, afgreiðslutími var 5 mánuðir.
    Árið 2014 bárust tíu mál, meðalafgreiðslutími var 4,5 mánuðir. Tvö mál voru felld niður.
    Árið 2015 barst ekkert mál.
    Árið 2016 barst eitt mál, afgreiðslutími var 2 mánuðir.
    Árið 2017 barst eitt mál, afgreiðslutími var 16 mánuðir.
    Árið 2018 barst ekkert mál.

e. Nefnd um dómarastörf.
    Árið 2013 bárust þrjú mál, meðalmálsmeðferðartími var 4 mánuðir, stystur 2 vikur en lengstur 10 mánuðir.
    Árið 2014 bárust níu mál, meðalmálsmeðferðartími var tæpir 2 mánuðir, stystur 4 dagar og lengstur 4 mánuðir.
    Árið 2015 bárust sex mál, meðalmálsmeðferðartími var tæpir 3 mánuðir, stystur 1 vika, lengstur 8 mánuðir.
    Árið 2016 bárust sex mál, meðalmálsmeðferðartími var um 2 mánuðir, stystur 2 vikur, lengstur 7 mánuðir.
    Árið 2017 bárust sjö mál, meðalmálsmeðferðartími var um 1,5 mánuðir, stystur 3 vikur, lengstur 3 mánuðir.
    Árið 2018 bárust þrjú mál, meðalmálsmeðferðartími var tæpir 3 mánuðir, stystur 2 vikur, lengstur 7 mánuðir.
    Ein kæra var óafgreidd 1. nóvember 2018.

f. Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta.
    Árið 2013 bárust sjö mál, meðalafgreiðslutími var 12 mánuðir, stystur 9 mánuðir og lengstur 18 mánuðir.
    Árið 2014 bárust sjö mál, meðalafgreiðslutími var 12 mánuðir, stystur 9 mánuðir en lengstur 18 mánuðir.
    Engin ný mál bárust árið 2015 en meðalafgreiðslutími mála var um 12 mánuðir, stystur 9 mánuðir en lengstur 18 mánuðir.
    Árið 2016 bárust fimm ný mál, úrskurðað var í einu máli sem tók 3 mánuði.
    Árið 2017 bárust fjögur ný mál, meðalmálsmeðferðartími var um 6 mánuðir, stystur 2 mánuðir en lengstur 8 mánuðir.
    1. nóvember 2018 voru óafgreidd fjögur mál hjá nefndinni.

g. Endurupptökunefnd.
    Á árinu 2013 bárust 26 mál, 5 mál voru afgreidd og var meðalafgreiðslutími þeirra 6,4 mánuðir. Stystur afgreiðslutími var 4 vikur og lengstur 8,5 mánuðir.
    Á árinu 2014 bárust 18 mál, 20 mál voru afgreidd og var meðalafgreiðslutími þeirra 7,1 mánuður. Stystur afgreiðslutími var 1 mánuður og lengstur 11,8 mánuðir.
    Á árinu 2015 bárust 18 mál, 12 mál voru afgreidd og var meðalafgreiðslutími þeirra 7,9 mánuðir. Stystur afgreiðslutími var 2 vikur og lengstur 14 mánuðir.
    Á árinu 2016 bárust 11 mál, 14 mál voru afgreidd og var meðalafgreiðslutími þeirra 5 mánuðir. Stystur afgreiðslutími var 1 mánuður og lengstur 22,2 mánuðir.
    Á árinu 2017 bárust 27 mál, 29 mál voru afgreidd og var meðalafgreiðslutími þeirra 8,3 mánuðir. Stystur afgreiðslutími var 2 vikur og lengstur 32 mánuðir.
    Á árinu 2018 bárust 10 mál, 4 mál voru afgreidd og var meðalafgreiðslutími þeirra 8 mánuðir. Stystur afgreiðslutími var 2,4 mánuður og lengstur 11 mánuðir.
    1. nóvember 2018 voru 10 mál óafgreidd hjá nefndinni.

h. Innanríkisráðuneyti.
    Kærur á sviði útlendingamála fram til 1. janúar 2015:
        Árið 2013 barst 401 mál og var meðalafgreiðslutími mála 226 dagar. Árið 2014 bárust 392 mál og var meðalafgreiðslutími mála 207 dagar.
    Kærur vegna kosninga:
         Ekki var úrskurðað í neinu kærumáli vegna kosninga á tímabilinu.