Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 956  —  568. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um nauðungarvistun.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Hversu margir hafa verið vistaðir nauðugir samkvæmt ákvörðun læknis, sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga, síðustu tíu ár?
     2.      Í hve mörgum tilfellum sem vísað er til í 1. tölul. var viðkomandi vistaður nauðugur lengur en í 72 klukkustundir með samþykki sýslumanns skv. 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga?
     3.      Í hve mörgum tilfellum, á framangreindu tímabili, hafa dómstólar staðfest eða fellt úr gildi ákvörðun um nauðungarvistun skv. 1. mgr. 30. gr. lögræðislaga?
    Svar óskast sundurliðað eftir aldri, kyni og stofnun.


Skriflegt svar óskast.