Ferill 576. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 973  —  576. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um viðskipti með hvalaafurðir.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða erlendu markaði telur ráðherra að útflytjendur geti sótt á með hvalaafurðir?
     2.      Telur ráðherra það standast alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, m.a. samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan ef svo fer fram sem horfir að Japanir gangi úr Alþjóðahvalveiðiráðinu?


Skriflegt svar óskast.