Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 975  —  578. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um málefni einkarekinna listaskóla.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Hvernig er staðið að stuðningi ríkisins við nám á framhalds- og háskólastigi sem fram fer við einkarekna listaskóla?
     2.      Telur ráðherra að nemendur framangreindra skóla eigi að njóta sömu réttinda og sama stuðnings og nemendur við opinberu skólana? Telur ráðherra sanngjarnt að þessir nemendur þurfi að greiða margföld skólagjöld á við nemendur við aðra skóla?
     3.      Hvað liggur til grundvallar ákvörðun um að gera þjónustusamning við einkarekna skóla? Er byggt á góðum árangri? Hvernig eru samningum háttað við þessa skóla? Er húsnæðiskostnaður tekinn inn í þjónustusamningana á sama hátt og hjá opinberum skólum?
     4.      Taka samningar við einkarekna listaskóla verðlagsbreytingum og er gert ráð fyrir launahækkunum til samræmis við samninga?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að endurskoða samninga við einkarekna listaskóla?