Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1142  —  714. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um reglur settar af dómstólasýslunni.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hefur stjórn dómstólasýslunnar sett reglur um meðferð mála hjá dómstólasýslunni og ákveðið verkaskiptingu milli stjórnar og framkvæmdastjóra stofnunarinnar, sbr. 5. mgr. 7. gr. laga um dómstóla, nr. 50/2016? Ef svo er, hvar er þær reglur að finna?
     2.      Hvernig er skiptingu háttað og hvar er að finna upplýsingar um það hvaða stjórnsýsluverkefni skuli heyra undir annars vegar dómstólasýsluna og hins vegar forstöðumenn dómstólanna að því leyti sem ekki er ákveðið í lögum, sbr. 5. mgr. 7. gr. laga um dómstóla?
     3.      Hafa verið settar reglur um leyfi dómara frá störfum, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla? Ef svo er, hvar er þær reglur að finna?
     4.      Hefur dómstólasýslan sett starfsreglur um samræmda framkvæmd við héraðsdómstóla, sem stjórn dómstólasýslunnar getur ákveðið að verði bindandi ef þær varða ekki meðferð dómsmáls að því leyti sem dómari ber einn ábyrgð á, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga um dómstóla? Ef svo er, hvar er þær reglur að finna?


Skriflegt svar óskast.