Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1144  —  716. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um eldri eiðstaf dómara.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hafa allir starfandi dómarar undirritað nýtt drengskaparheit eftir að orðalaginu um að vera „trú/r og hlýðin/n stjórnvöldum“ var breytt árið 2010 og héraðsdómarar, hæstaréttardómarar og nú landsréttardómarar hófu að undirrita samhljóða heit um „að halda stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“, sbr. svar ráðherra á þskj. 900 (475. mál)? Ef ekki, hve margir dómarar á hverju dómstigi hafa ekki undirritað hinn nýja eiðstaf?
     2.      Ef enn eru starfandi dómarar sem ekki hafa undirritað nýjan eiðstaf lítur ráðherra þá svo á að þeir dómarar skuli vera trúir og hlýðnir ráðherra?
     3.      Ef enn eru dómarar sem starfa samkvæmt drengskaparheiti um að vera trúir og hlýðnir stjórnvöldum telur ráðherra að þurfi að leysa þá undan slíku heiti til að tryggja sjálfstæði dómara í samræmi við 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands um þrískiptingu ríkisvaldsins og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um óháða og óhlutdræga dómstóla?


Skriflegt svar óskast.