Ferill 740. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1169  —  740. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sjálfsát þorsks.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Er sjálfsát þorsks, þ.e. þegar eldri þorskar éta hina yngri í stofninum, skráð og vaktað af hálfu stjórnvalda og rannsóknastofnana?
     2.      Liggur fyrir vísindalegt mat á umfangi sjálfsáts þorsks á undanförnum árum við Ísland? Ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður þess?


Skriflegt svar óskast.