Ferill 816. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1289  —  816. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um úrræði umboðsmanns skuldara.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu margir hafa sótt um greiðsluaðlögun einstaklinga hvert ár frá gildistöku laga nr. 101/2010 og hverjar hafa verið lyktir mála þeirra, sundurliðað eftir því hvort umsókn var samþykkt eða synjað, hvort greiðsluaðlögun komst á eða ekki og af hvaða ástæðum samkvæmt tilteknum lagaákvæðum eða öðrum flokkunarlyklum?
     2.      Hversu mörg greiðsluaðlögunarmál hafa borist kærunefnd greiðsluaðlögunarmála eða úrskurðarnefnd velferðarmála hvert ár frá gildistöku laga nr. 101/2010 og hverjar hafa verið lyktir þeirra, sundurliðað eftir árum, hvort niðurstaða var umsækjanda í hag eða óhag og eftir helstu ástæðum eins og unnt er?
     3.      Hversu margir hafa sótt um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hvert ár frá gildistöku laga nr. 9/2014 og hverjar hafa verið lyktir mála þeirra, sundurliðað eftir því hvort umsókn var samþykkt eða synjað og af hvaða ástæðum samkvæmt tilteknum lagaákvæðum eða öðrum flokkunarlyklum?
     4.      Hversu margar synjanir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hafa verið kærðar til ráðherra á grundvelli heimildar í 6. gr. laga nr. 9/2014 og hverjar hafa verið lyktir þeirra mála, sundurliðað eftir árum, hvort niðurstaða var umsækjanda í hag eða óhag og eftir helstu ástæðum eins og unnt er?
     5.      Hver er kostnaðurinn af rekstri embættis umboðsmanns skuldara og tilheyrandi úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi, og hvernig er sú starfsemi fjármögnuð, sundurliðað eftir árum og einstökum tekju- og útgjaldaliðum eins og unnt er?
     6.      Hefur ráðherra í hyggju að setja reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga skv. 34. gr. laga nr. 101/2010?


Skriflegt svar óskast.