Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 130  —  130. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um réttarstöðu þolenda í kynferðisbrotamálum.

Frá Olgu Margréti Cilia.


    Hefur ráðherra tekið til skoðunar eða frekari vinnslu tillögu í skýrslunni „Um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins“ um aðgerðir til þess að styrkja réttarstöðu brotaþola? Hyggst ráðherra leggja fram lagafrumvarp til þess að bæta stöðu þolenda í kynferðisbrotamálum þannig að þeir geti orðið aðilar mála? Hver er afstaða ráðherra til tillögunnar?


Skriflegt svar óskast.