Ferill 837. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1332  —  837. mál.
Breyttur texti. Viðbót.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um virkjanir með uppsett afl allt að 10 MW.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu mörg rannsóknaleyfi vegna fyrirhugaðra vatnsaflsvirkjana með uppsett afl allt að 10 MW veitti Orkustofnun á árunum 2010–2018? Hverjum voru veitt umrædd rannsóknaleyfi?
     2.      Hversu mörg leyfi til vatnsaflsvirkjana með uppsett afl allt að 10 MW veitti Orkustofnun á árunum 2010–2018? Hverjum voru veitt umrædd virkjanaleyfi?
     3.      Hversu mörg leyfi veitti Orkustofnun fyrir virkjunum annars konar frumorku, t.d. vindorku, með sömu stærðarmörk á sama tímabili?
     4.      Hversu margar virkjanir hafa verið reistar á grundvelli þessara heimilda og hvar eru þær staðsettar? Hvert er uppsett afl hverrar virkjunar?
     5.      Hverjar umræddra virkjana eru tengdar við orkuflutningskerfi Landsnets?
     6.      Hvernig er háttað eignarhaldi á umræddum virkjunum? Hver er eignarhlutur erlendra aðila, einstaklinga og félaga, í hverri virkjun um sig?
     7.      Hvernig er háttað eftirliti með því að reglum virkjanaleyfis sé fylgt í umræddum virkjunum, t.d. varðandi uppsett afl og framleiðslumagn raforku?
     8.      Hverjar umræddra virkjana hefur Umhverfisstofnun talið nauðsynlegt að sættu umhverfismati?
     9.      Hvaða sjónarmið leggur Umhverfisstofnun til grundvallar við ákvörðun um hvort virkjun af þessari stærð sæti umhverfismati?
     10.      Hver telur ráðherra, í ljósi fenginnar reynslu, að séu eðlileg stærðarmörk fyrir virkjanir þar sem ekki er krafist lögformlegs umhverfismats?


Skriflegt svar óskast.