Ferill 841. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1337  —  841. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjármagnstekjuskatt af inneignarvöxtum skuldara vegna endurútreiknings lána.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Í hve mörgum tilfellum frá og með árinu 2012 hafa inneignarvextir skuldara sem myndast hafa vegna endurgreiðslu fjármálafyrirtækja í kjölfar endurútreiknings lána með ólögmæta gengistryggingu, sbr. ákvæði til bráðabirgða XL í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, verið taldir skuldara til fjármagnstekna? Hver er heildarfjárhæð fjármagnstekjuskatts sem innheimtur hefur verið á þessum grundvelli? Svar óskast sundurliðað eftir tekjuárum.
     2.      Hefur framkvæmd skattheimtu á þessum grundvelli verið breytt í kjölfar úrskurðar yfirskattanefndar í máli nr. 239/2016?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að breyta lögum í þá veru að fyrrgreindir inneignarvextir teljist ekki til fjármagnstekna, líkt og kveðið er á um fyrir árin 2010–2011 í ákvæði til bráðabirgða XL í lögum um tekjuskatt og eftir atvikum að endurgreiða skuli fjármagnstekjuskatt sem greiddur hefur verið á framangreindum forsendum?
     4.      Hafa komið upp vandkvæði við framkvæmd ákvæðis til bráðabirgða XL í lögum um tekjuskatt?


Skriflegt svar óskast.