Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 142  —  142. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um fæðingarorlof
og heimabyggð fjarri fæðingarþjónustu.


Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða viðmið telur ráðherra að ættu að liggja því til grundvallar, með tilliti til vegalengda eða landfræðilegra aðstæðna, að barnshafandi kona, sem þarf að dveljast fjarri heimabyggð í einhvern tíma til að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, geti átt rétt á því að hefja fæðingarorlof fyrr en gildandi lög gera ráð fyrir?
     2.      Hversu mörg börn fæddust árlega á tímabilinu 2012–2017 þar sem foreldrarnir áttu lögheimili fjarri fæðingarþjónustu?
     3.      Hve margar barnshafandi konur, sem áttu lögheimili fjarri fæðingarþjónustu, þurftu að fá framlengt fæðingarorlof á grundvelli gildandi laga vegna veikinda á meðgöngu árin 2012–2017?

Skriflegt svar óskast.