Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 143  —  143. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um reynslulausn og samfélagsþjónustu.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni og Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig er mati hagað á því hver telst „síbrotamaður“ skv. 6. mgr. 80. gr. laga um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, og 2. mgr. 60. gr. sömu laga?
     2.      Hvernig metur Fangelsismálastofnun hæfi aðila til að taka við fanga í samfélagsþjónustu með tilliti til tengsla aðilans við fangann?
     3.      Telur ráðherra Fangelsismálastofnun heimilt að veita fanga reynslulausn á grundvelli 4. mgr. 80. gr. laga um fullnustu refsinga þótt hann uppfylli ekki skilyrði 2. mgr. sömu greinar?


Skriflegt svar óskast.