Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1506  —  509. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Frá meiri hluta velferðarnefndar (HallM, HSK, ÓGunn, AIJ, ArnaJ, ÁsF, GIK, VilÁ).


     1.      Í stað orðanna „Virkni notenda“ í 4. tölul. 3. mgr. komi: Virkir notendur.
     2.      Í stað orðanna „eigi sér stað“ í 4. tölul. 1. kafla komi: verði.
     3.      Við 2. kafla.
                  a.      Í stað orðanna „þriðja stigs þjónusta (háskólasjúkrahús)“ í 2. tölul. komi: þriðja stigs þjónusta (þjónusta veitt á háskólasjúkrahúsi eða í nánu samstarfi við það).
                  b.      Í stað orðanna „víðtækri þekkingu starfsfólks“ í 4. tölul. komi: starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu.
                  c.      Í stað orðsins „jafnað“ í 7. tölul. komi: bætt.
                  d.      Við bætist þrír töluliðir, svohljóðandi:
                      11.      Hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri sem kennslusjúkrahúss og veitanda annars og þriðja stigs þjónustu fyrir tilgreindar heilbrigðisstofnanir verði skilgreint og styrkt.
                      12.      Sjúkratryggingar Íslands og Landspítali hafi skipulagt samstarf við háskólasjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum um hátækniþjónustu sem ekki er unnt að veita hér á landi.
                      13.      Sjúkrarúm á sjúkrahúsum nýtist þeim sjúklingum sem þurfa á meðferð á því þjónustustigi að halda og unnt er að útskrifa án tafa að meðferð lokinni.
     4.      Við 5. kafla.
                  a.      Á eftir orðunum „Til að stuðla að hagkvæmum“ í inngangsmálslið komi: og öruggum.
                  b.      Orðin „og verst lífskjör“ í 3. tölul. falli brott.
     5.      Í stað orðsins „Ísland“ í 1. tölul. 6. kafla komi: Íslendingar.