Ferill 904. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1520  —  904. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um hreinsun fjarða.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hefur ráðherra kannað mögulegan kostnað við hreinsun hafsbotns í fjörðum, þar sem laxeldi hefur verið stundað í opnum sjókvíum, þegar til þess kemur að starfsemi ljúki? Hver mundi greiða slíkan kostnað?
     2.      Eru einhverjar reglur í gildi eða hefur ráðherra gefið einhver fyrirmæli um hvernig ganga skuli frá sjókvíum þegar laxeldi er hætt? Ef ekki, hefur ráðherra áform um að gefa slík fyrirmæli eða setja slíkar reglur?
     3.      Hefur ráðherra kannað hreinsunarstarf þeirra aðila sem nú þegar hafa með höndum laxeldi í opnum sjókvíum? Ef svo er, hvert er umfang og eðli þess hreinsunarstarfs?


Skriflegt svar óskast.