Ferill 917. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1539  —  917. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um réttindi barna sem fæðast á Íslandi og eiga erlenda foreldra.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við vegna réttaróvissu barna sem fæðast hér á landi og eiga erlenda foreldra og njóta verndar gegn frávísun og brottvísun á grundvelli 102. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, en eiga þó ekki rétt á dvalarleyfi hér á landi?
     2.      Telur ráðherra það samræmast lögum um réttindi barna, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og stjórnarskrá Íslands að neita barni, fæddu á Íslandi, um dvalarleyfi þrátt fyrir að foreldrar þess hafi slíkt leyfi við fæðingu barnsins? Ef svo er, á hvaða forsendum?
     3.      Hvernig er hagsmunagæsla barna sem falla utan kerfis tryggð, þ.e. barna sem búsett eru á Íslandi, jafnvel frá fæðingu, en foreldrar þeirra eru án dvalarleyfis, með hliðsjón af skilgreiningu á hagsmunagæslu barns samkvæmt lögum um útlendinga sem felur m.a. í sér að sjá verði til þess að barn fái nauðsynlega aðstoð á meðan málsmeðferð stendur, þ.m.t. stuðning á grundvelli barnaverndarlaga og annarra laga, svo sem um félagslega aðstoð, skólaþjónustu og heilbrigðisþjónustu? Eru til sérstök úrræði fyrir börn í slíkum aðstæðum? Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér svo réttindi barna í áðurnefndum aðstæðum verði tryggð í samræmi við lög og alþjóðaskuldbindingar Íslands?


Skriflegt svar óskast.