Ferill 922. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1556  —  922. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um atvinnuleyfi og heilbrigðisþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Hversu margar umsóknir bárust um bráðabirgðaatvinnuleyfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á árinu 2018? Hversu mörg leyfi voru gefin út fyrir þennan hóp og hverjar voru helstu ástæður þess að umsóknum var hafnað? Hver var afgreiðslutími umsókna og hvernig skiptist hann á milli Útlendingastofnunar, Vinnumálastofnunar og verkalýðsfélaganna?
     2.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd leituðu til starfsmanna Útlendingastofnunar með ósk um aðgang að heilbrigðisþjónustu árið 2018? Hversu mörgum var vísað áfram til heilbrigðisstofnunar?
     3.      Hvaða heilbrigðisstofnanir sinna heilbrigðisþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd?
     4.      Hefur komið til skoðunar að einfalda ferli við afgreiðslu bráðabirgðaatvinnuleyfa umsækjenda um alþjóðlega vernd og auðvelda þessum hópi aðgang að heilbrigðiskerfinu?


Skriflegt svar óskast.