Ferill 588. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1714  —  588. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy um hugbúnaðarkerfið Orra.


     1.      Hver er formlegur eigandi höfundaréttar að hugbúnaðarkerfinu Orra?
    Oracle og eftir atvikum Advania.

     2.      Hver er heildareignarhaldskostnaður ríkisins af hugbúnaðarkerfinu Orra, sundurliðað eftir upprunalegum þróunarkostnaði, viðhaldskostnaði og kostnaði við útvíkkun á eiginleikum?
    Upprunalegur þróunarkostnaður við Orra var 1.501 millj. kr. og féll til á árunum 2001– 2005. Viðhaldskostnaður ársins 2018 var 275 millj. kr. og var óvenju hár á árinu þar sem innleidd var ný útgáfa af Orra sem kostaði 163,6 millj. kr. Rekstrarkostnaður vegna Orra á árinu 2018 var 396,5 millj. kr.

     3.      Hvers vegna hefur kóðinn að hugbúnaðinum ekki verið gefinn út opinberlega, í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað?
    Ríkið á ekki höfundaréttinn að Orra.

     4.      Er auðkenningarkerfi notað til að stýra aðgangi að hugbúnaðinum og ef svo er, hvert er það kerfi?
    Notast er við innbyggt auðkenningarkerfi til að stýra aðgangi.