Ferill 924. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1715  —  924. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um krónueignir.


    Við vinnslu svarsins var byggt á upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Á grundvelli lögboðins hlutverks síns um eftirlit með lögum nr. 37/2016, um krónueignir sem háðar eru sérstökum takmörkunum, safnar Seðlabankinn upplýsingum um stöður aflandskrónueigna á hverjum tíma

     1.      Hversu mikið af þeim krónueignum sem leystar voru úr höftum með lögum nr. 14/2019 hafa horfið úr íslensku hagkerfi frá gildistöku laganna til dagsins í dag?
    Hinn 4. mars sl., daginn fyrir gildistöku laga nr. 14/2019, var umfang aflandskrónueigna sem hér segir, eftir eignaflokkum:

Flokkur aflandskrónueigna Markaðsverð (ma.kr.)
Innlán og innstæðubréf Seðlabankans 59,7
Ríkisskuldabréf, ríkisvíxlar og önnur bréf með ríkisábyrgð 15,1
Önnur verðbréf og hlutdeildarskírteini 8,4
Samtals 83,2

    Í lok dags hinn 23. maí hafði heildarumfang aflandskrónueigna minnkað um sem nemur u.þ.b. 14,7 ma.kr., en þá var umfang þeirra eftirfarandi, eftir eignaflokkum:

Flokkur aflandskrónueigna Markaðsverð (ma.kr.)
Innlán og innstæðubréf Seðlabankans 49,8
Ríkisskuldabréf, ríkisvíxlar og önnur bréf með ríkisábyrgð 13,4
     Þar af ríkisskuldabréf 9,1
     Þar af önnur bréf með ríkisábyrgð 4,3
Önnur verðbréf og hlutdeildarskírteini 5,4
     Þar af hlutabréf 3,1
     Þar af aðrar eignir 2,3
Samtals 68,5


     2.      Hversu mikið af fyrrgreindum krónueignum eru enn til staðar í íslensku hagkerfi:
                  a.      í ríkisskuldabréfum,
                  b.      í hlutabréfum,
                  c.      í öðrum eignum (hverjum)?

    Vísað er til svars við 1. tölul.
    Flokkurinn „Önnur verðbréf og hlutdeildarskírteini“ skiptist í hlutabréf og aðrar eignir. Til annarra eigna teljast t.d. hlutdeildarskírteini sjóða, skuldabréf útgefin af einkaaðilum, og hvers kyns aðrir skuldagerningar sem falla undir e- og f-lið 1. tölul. 2. gr. laganna.