Ferill 978. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1837  —  978. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir í þágu umhverfisvæns samgöngumáta.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margar hreinorkubifreiðir, þ.m.t. rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðir, voru fluttar til landsins árið 2018? Hversu miklar voru ívilnanir, m.a. niðurfelling virðisaukaskatts og vörugjalda, fyrir slíkar bifreiðir það ár?
     2.      Hversu mörg rafmagnshjól annars vegar og reiðhjól hins vegar voru flutt inn árið 2018? Hversu miklar hefðu ívilnanir fyrir slík hjól verið það ár að því gefnu að niðurfelling á virðisaukaskatti og vörugjöldum fyrir reið- og rafmagnshjól hefði verið sambærileg og fyrir rafbíla?


Skriflegt svar óskast.