Ferill 947. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1903  —  947. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um útskrifaða nemendur úr diplómanámi í lögreglufræði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir þeirra sem útskrifuðust vorið 2018 frá Háskólanum á Akureyri úr diplómanámi í lögreglufræði voru við lögreglustörf 1. febrúar 2019? Hversu margir þeirra hlutu skipun og hversu margir þeirra voru ráðnir? Hjá hvaða lögregluembættum störfuðu þeir?

    Við vinnslu svarsins var óskað eftir upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra og Fjársýslu ríkisins.
    Af 44 nemendum sem útskrifuðust vorið 2018 úr diplómanámi í lögreglufræði frá Háskólanum á Akureyri voru allir í starfi 1. febrúar 2019, þar af 17 lögreglumenn skipaðir, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 26 lögreglumenn settir, sbr. 24. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldu starfsmanna ríkisins. Einn lögreglumaður var með tímabundna ráðningu.
    Skipting eftir embættum er eftirfarandi:

Embætti Fjöldi
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 24
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 8
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 7
Lögreglustjórinn á Vesturlandi 1
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 1
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 3