Ferill 937. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1905  —  937. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um spilakassa.


    Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Íslandsspilum sf. og Happdrætti Háskóla Íslands vegna fyrirspurnarinnar. Eru meðfylgjandi tölur byggðar á þeim upplýsingum.

     1.      Hverjar voru brúttótekjur Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands af spilakössum árin 2015, 2016, 2017 og 2018?

Fjárhæðir eru í m.kr.
Brúttótekjur Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 5.725 6.290 7.239 7.990
Íslandsspil 4.287 4.545 4.507 4.263
Hreinar happdrættistekjur Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 1.732 1.893 2.219 2.384
Íslandsspil 1.338 1.455 1.418 1.337
Brúttótekjur eru innkomið fé af sölu. Hreinar happdrættistekjur eru brúttótekjur að frádregnum vinningum.
Tölur HHÍ eiga einungis við um umfang og rekstur happdrættisvéla en ekki annan rekstur happdrættisins.
Söfnunarkassar og happdrættisvélar eru í fyrirspurn nefnd spilakassar.

     2.      Hver voru heildarrekstrargjöld hvors fyrirtækis á þessum árum og hve stór hluti rekstrargjalda rann annars vegar til kaupa og hins vegar til leigu á spilakössum?

Fjárhæðir eru í m.kr.
Heildarrekstrargjöld Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 1.070 1.139 1.224 1.281
Íslandsspil 312 303 254 273
a) Tölur eru % af rekstrargjöldum
Hlutfall til kaupa á spilakössum Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 0,0 0,0 3,0 9,4
Íslandsspil 54,0 8,7 24,5 58,4
b) Tölur eru % af rekstrargjöldum
Hlutfall til leigu á spilakössum Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 34,0 32,9 31,0 30,8
Íslandsspil 0,0 0,0 0,0 0,0
Heildarrekstrargjöld eru öll rekstrargjöld, þ.m.t. laun starfsfólks, ferðakostnaður og skrifstofukostnaður, umboðslaun til rekstraraðila spilastaða og kostnaður við spilakassa, hvort sem þeir eru leigðir eða keyptir.

     3.      Af hvaða aðilum hafa spilakassar, annars vegar Happdrættis Háskóla Íslands og hins vegar Íslandsspila sf., verið keyptir eða leigðir eftir atvikum fyrrgreind ár og hve stór hluti tekna af spilakössum, hlutfallslega og í krónum, rann til rekstraraðila þar sem spilakassar eru starfræktir?

Birgjar Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar IGT 1 IGT IGT og Novomatic IGT og Novomatic
Íslandsspil Scientific Games, IGT Scientific Games, IGT Scientific Games, IGT Scientific Games, IGT
% af hreinum happdrættistekjum til rekstraraðila þar sem vélar eru starfræktar (umboðslaun)
Umboðslaun Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 24,6 24,5 24,5 24,7
Íslandsspil 17,95 18,14 18,60 19,07
Fjárhæðir í m.kr. af hreinum happdrættistekjum til rekstraraðila þar sem vélar eru starfræktar (umboðslaun)
Umboðslaun Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 427 464 545 590
Íslandsspil 240 264 267 255

     4.      Hverjar voru heildarvinningsfjárhæðir hvors fyrirtækis framangreind ár?

Fjárhæðir eru í m.kr.
Heildarvinningsfjárhæðir Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 3.992 4.396 5.019 5.613
Íslandsspil 2.949 3.090 3.089 2.926

     5.      Hverjar voru tekjur hvors fyrirtækis að frádregnum vinningum og kostnaði sömu ár?

Fjárhæðir eru í m.kr.
Tekjur að frádregnum vinningum og kostnaði 2 Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018
HHÍ – happdrættisvélar 662 754 995 1.103
Íslandsspil 782 882 922 802

     6.      Hver voru heildarframlög hvors fyrirtækis vegna nýrra leikja eða spilakassa á þessum árum til:
                  a.      forvarna,
                  b.      meðferða,
                  c.      markaðsmála og/eða rýnihópa?


Fjárhæðir eru í m.kr.
Heildarframlög vegna nýrra leikja eða spilakassa/happdrættisvéla Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018 Árið 2019
HHÍ – happdrættisvélar
a.      til forvarna 12,0 12,3 17,4 4,5*
b.     til meðferða 5,3 5,2 5,0 5,1
c.           til markaðsmála og/eða rýnihópa** 2,1 0,6 0,2 0,3
Íslandsspil
a.      til forvarna 28,0 alls öll árin til verkefna á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, þ.m.t. til meðferðar við spilavanda
b.      til meðferða
c.           til markaðsmála og/eða rýnihópa 0,0 0,0 0,0 0,0
*     Lækkun vegna betri samninga um upplýsingaglugga í vélum.
** Kostnaður við rýnihópa enginn.

1    International Game Technology.
2    Fjárhæð sem er til ráðstöfunar til þeirra verkefna sem fyrirtækin fjármagna.