Ferill 993. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 44/149.

Þingskjal 1945  —  993. mál.


Þingsályktun

um úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu.


    Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu.
    Úttektin verði gerð af óháðum aðilum í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Við mat á fjárhagslegum áhrifum skuli meta áhrifin á bæði útgjaldahlið og tekjuhlið ríkissjóðs. Leiði úttektin í ljós að afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna feli ekki í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð leggi félags- og barnamálaráðherra fyrir 1. mars 2020 fram frumvarp sem feli í sér afnám skerðinga ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu. Leiði úttektin aftur á móti í ljós að breytingarnar feli í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð verði málinu vísað til starfshóps um kjör aldraðra þar sem rætt verði um áhrif tekjuskerðinga almennt og hvaða leiðir séu í boði í þeim efnum.

Samþykkt á Alþingi 20. júní 2019.