Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 198  —  192. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lítil sláturhús.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hverju hefur setning reglugerðar nr. 856/2016 um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli skilað að mati ráðherra? Hafa verið sett á fót fleiri lítil sláturhús eftir setningu reglugerðarinnar?
     2.      Hversu margir aðilar, þ.e. sláturhús, fiskmarkaðir og lítil matvælafyrirtæki, féllu undir 3. gr. reglugerðarinnar árin 2017 og 2018, sundurliðað eftir árum?
     3.      Telur ráðherra að einfalda megi regluverk frekar fyrir lítil sláturhús nú þegar reynsla er komin á beitingu framangreindrar reglugerðar?