Ferill 734. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1988  —  734. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða útgjöld hafa ráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra haft ár hvert frá árinu 2015 vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter?
     2.      Hvaða stefnu hefur ráðherra að því er snertir auglýsingakaup á samfélagsmiðlum?
     3.      Hvernig telur ráðherra það að kaupa auglýsingar eða kostaða dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum samræmast stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla íslenska fjölmiðla?

    1.     Svar við 1. tölulið fyrirspurnarinnar er að finna í töflunni hér á eftir þar sem heiti stofnunar kemur í fremsta dálk og samfélagsmiðlarnir og upphæðin sem greidd hefur verið í krónum talið kemur í seinni dálkunum. Auk aðalskrifstofu félagsmálaráðuneytisins fengu níu stofnanir beiðni um að senda inn upplýsingar og svöruðu þær allar.

Stofnun 2015 2016 2017 2018 2019
Félagsmálaráðuneytið*.
Facebook 0 0 0 0 0
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Mannvirkjastofnun
Facebook 0 0 0 0 0
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Facebook 0 0 0 0 0
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Úrskurðarnefnd velferðarmála*2
Facebook 0 0 0 0
Instagram 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0
Tryggingastofnun ríkisins
Facebook 0 31.406 17.000 0 Áætluð um 100.000 (vegna flutnings í Hlíðasmára)
Instagram 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0
Twitter
Vinnueftirlit ríkisins
Facebook 0 0 0 101.006 19.625 (það sem af er ári)
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Vinnumálastofnun
Facebook 189.583 308.646 420.178 179.154 64.956 (það sem af er ári)
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Ríkissáttasemjari
Facebook 0 0 0 0 0
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Barnaverndarstofa
Facebook 0 0 0 0 0
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
Íbúðalánasjóður
Facebook 0 0 350.489 37.066 0
Instagram 0 0 0 0 0
YouTube 0 0 0 0 0
Twitter 0 0 0 0 0
*. Félagsmálaráðuneytið var hluti velferðarráðuneytisins til áramóta 2018/2019.
*² Úrskurðarnefnd velferðarmála var sett á fót árið 2016 og því eru engar tölur fyrir 2015.

    2.     Ráðherra hefur ekki mótað sér stefnu hvað þetta atriði varðar. Kaup auglýsinga á samfélagsmiðlum eru ekki fyrirfram útilokaðar en hingað til hefur verið látið nægja að kynna ákvarðanir og málefni á hefðbundinn hátt, þ.e. á vefsvæði ráðuneytisins sem og í prent- og ljósvakamiðlum. Það má þó ímynda sér að á einhverjum tímapunkti gæti komið upp sú staða að kaup auglýsinga á samfélagsmiðlum teljist vænlegur kostur.

    3.     Auglýsingakaup almennt, hvort sem þau eru á erlendum samfélagsmiðlum eða í innlendum fjölmiðlum eru, að mati félags- og barnamálaráðherra, ekki hluti stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla íslenska fjölmiðla.