Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1991  —  723. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi framangreindra hópa árið 2018?
     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?


    1.     Eftirfarandi nefndir, starfshópar, faghópar og ráð eru nú starfandi á vegum ráðuneytisins án þess að greidd séu laun fyrir.
          Kennslanefnd
          Skólanefnd Fangavarðaskóla Íslands
          Stýrihópur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
          Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífskoðunarfélags
          Fastanefnd á sviðið happdrættismála
          Almannavarna- og öryggismálaráð
          Stjórn samhæfingar- og stjórnstöðvar
          Stýrihópur í málefnum landamæra 2017
          Stýrihópur um útboð vegna kaupa á þyrlum fyrir LHG
          Starfshópur um tillögur að lokuðu úrræði fyrir útlendinga á grundvelli útlendingalaga
          Vinnuhópur vegna vinnu að skýrslu um samning SÞ um réttindi barnsins
          Vinnuhópur vegna vinnu að skýrslu um samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks
          Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi
          Nauðasamninganefnd
          Ritstjórn lagasafns
          Skipun prófdómara fyrir námskeið til að verða héraðsdómslögmaður vor 2019.

    Meðlimir í eftirfarandi hópum, einn eða fleiri, fá greitt fyrir störf sín:
          Hæfnisnefnd lögreglunnar
          Náðunarnefnd
          Bótanefnd
          Ættleiðingarnefnd
          Kærunefnd útlendingamála
          Mannanafnanefnd
          Gjafsóknarnefnd
          Dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara (til ársins 2018)
          Nefnd um eftirlit með málskostnaði í opinberum málum
          Refsiréttarnefnd
          Réttarfarsnefnd
          Nefnd um dómarastörf
          Endurupptökunefnd
          Matsnefnd eignarnámsbóta
          Örorkunefnd
          Prófnefnd til að vera héraðsdómslögmaður
          Stjórn Persónuverndar
          Happdrættisráð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna
          Happdrættisráð Háskóla Íslands
          Happdrættisráð Sambands ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga
          Eftirlitsmenn með íslenskum getraunum
          Eftirlitsmenn með talnagetraunm
          Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu

    2.     Kostnaður ráðuneytisins vegna fyrrgreindra hópa á árinu 2018 nam samtals u.þ.b. 139 millj. kr. Kostnaður vegna vinnuframlags starfsmanna ráðuneytisins vegna hópanna er ekki tiltekinn. Ekki er einungis um launakostnað að ræða heldur einnig kostnað við aðkeypta þjónustu, ferðakostnað og leigu á aðstöðu.

    3.     Ráðherra fylgist með árangri af störfum launaðra nefnda og ráða og farið er reglulega yfir hvort þörf sé á breytingum. Breytingar hafa verið gerðar á nefndum og ráðum, til dæmis nefndir sameinaðar, eða lagðar niður. Leiðarljósið er ávallt að tryggja árangur og góða nýtingu á opinberu fé.