Ferill 849. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1999  —  849. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um launabreytingar hjá ríkisforstjórum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa orðið einhverjar launabreytingar hjá ríkisforstjórum í kjölfar bréfs sem ráðherra sendi 12. febrúar sl. til stjórna allra fyrirtækja í ríkiseigu og Bankasýslu ríkisins vegna launahækkana framkvæmdastjóra? Ef svo er, hverjar hafa þær breytingar verið?

    Upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra félaga í ríkiseigu og launabreytingar á árinu eru teknar saman og sýnir eftirfarandi yfirlit heildarlaun, bifreiðahlunnindi og bifreiðastyrkur meðtalinn, í febrúar og apríl sl. og breytingu milli mánaða.

Febrúar 2019 Apríl 2019 Breyting
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. 1.408.658 1.425.658 17.000
Isavia ohf. 2.507.782 2.507.782
Íslandsbanki hf. 4.415.187 3.865.187 –550.000
Íslandspóstur ohf. 2.120.941 2.120.941
Landsbankinn hf. 3.800.000 3.800.000
Landskerfi bókasafna hf. 1.110.868 1.144.087 33.219
Landsnet hf. 2.880.000 2.880.000
Landsvirkjun 3.426.962 3.404.996 –21.966
Matís ohf. 1.472.407 1.472.407
Neyðarlínan ohf. 1.572.000 1.572.000
Nýr Landspítali ohf. 1.506.023 1.506.023
Orkubú Vestfjarða ohf. 1.798.008 1.798.008
Rannsókna- og háskólanet Íslands hf. 831.764 831.764
Rarik ohf. 1.935.000 1.935.000
Ríkisútvarpið ohf. 1.965.041 1.978.518 13.477
Vigdísarholt ehf. 897.279 897.279
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. 1.336.000 1.336.000

    Landsbankinn hf. hefur ákveðið að laun bankastjóra ásamt bifreiðahlunnindum verði 3.503.686 kr. frá 1. júní 2019 og er það lækkun um 296.314 kr., en sú breyting kemur ekki fram í yfirliti fyrir ofan.
    Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. hækkar heildarlaun framkvæmdastjóra um 17.000 kr. frá 1. apríl 2019. Skýring á breytingu er að ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra kveði á um að fylgja eigi kjarasamningi VR/SA, sem hækkaði almenn laun um sama í apríl 2019.
    Íslandsbanki hf. hefur lækkað heildarlaun bankastjóra um 550.000 kr. frá 1. apríl 2019.
    Landskerfi bókasafna hf. kveður á um breytingu að fjárhæð 33.219 kr. og skýringin er breyting á bifreiðastyrk.
    Landsvirkjun kveður á um að lækkun á heildarlaunum verði 21.966 kr. sem er fólgið í breyttu mati bifreiðahlunninda.
    Ríkisútvarpið hækkar heildarlaun um 13.477 kr. sem skýrist af ráðningarsamningi útvarpsstjóra og að laun fylgi samningi ASÍ/SA.
    Ráðuneytið býr ekki yfir miðlægum upplýsingum um laun stjórnenda í félögum í eigu ríkisins. Kallað var eftir upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra og byggt er á svörum sem fyrirtækin hafa veitt fjármála- og efnahagsráðuneyti. Bréf til ráðuneytisins frá félögunum voru birt á netinu 6. mars sl. Að auki senda félögin launaupplýsingar reglulega til ráðuneytisins.