Ferill 1003. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2007  —  1003. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um stjórnvaldssektir og dagsektir.


    Undir ráðherra heyra sex stofnanir. Þrjár þeirra hafa ekki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir eða dagsektir þ.e. Byggðastofnun, Vegagerðin og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrjár stofnanir hafa heimild til að leggja á dagsektir eða stjórnvaldssektir. Um er að ræða Póst- og fjarskiptastofnun, Samgöngustofu og Þjóðskrá Íslands.
Þjóðskrá hefur hvorki þurft að beita dagsektum né stjórnvaldssektum á árunum 2011–2018, samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Svar þetta byggist því á þeim upplýsingum sem aflað var hjá Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu.
    Í svari Póst- og fjarskiptastofnunar til ráðuneytisins kom fram að stofnunin hefur ekki almenna heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Slíka heimild er aðeins að finna vegna brota á ákvæðum fjölmiðlalaga, sem Póst- og fjarskiptastofnun fer eftirlit með að hluta, auk brota á ákvæði fjarskiptalaga um nethlutleysi. Póst- og fjarskiptastofnun hefur aðeins einu sinni lagt stjórnvaldssekt á fyrirtæki og hefur hún verið innheimt af hálfu Fjársýslu ríkisins. Í þeim tilvikum sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur undirbúið beitingu dagsekta hefur viðkomandi aðili ávallt uppfyllt skyldu sína áður til innheimtu sekta hefur komið.
    Svör frá Samgöngustofu miðast við stofnun hennar árið 2013. Þær sektir sem taldar eru upp hér á eftir eru stjórnvaldssektir lagðar á útgerð skipa þegar um kyrrsetningu erlendra skipa er að ræða. Sektir eru ekki lagðar á einstaklinga eða lögaðila í öðrum málaflokkum.

     1.      Hver var fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018?

    Póst- og fjarskiptastofnun:
Fjöldi á ári
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Stjórnvaldssektir 1
Dagsektir 1 1 2 1 1

    Samgöngustofa:
Fjöldi á ári
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Stjórnvaldssektir 1 4 2 1 2


     2.      Hversu margir voru þolendur ákvarðananna, skipt í einstaklinga og lögaðila?
    Í tilfellum beggja stofnana er eingöngu um að ræða sektir á lögaðila.
    
Fjöldi lögaðila á ári
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Stjórnvaldssektir 1 4 2 1 3
Dagsektir 1 1 2 1 1

     3.      Hver var upphæð sektanna í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári?

    Póst- og fjarskiptastofnun:
Ár Sekt* Upphæð
2011 Dagsekt 100 þús. á dag
2012 Dagsekt 100 þús. á dag
2013 Dagsekt 100 þús. á dag
2013 Dagsekt 100 þús. á dag
2016 Dagsekt 100 þús. á dag
2017 Dagsekt 75 þús. á dag
2018 Stjórnvaldssekt 9 milljónir kr.
*Engin dagsektanna var innheimt og því eru ekki upplýsingar um heildarupphæð sektanna á ári.

    Samgöngustofa:
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Stjórnvaldssektir* 5.000 20.000 10.000 5.000 10.000
*Í töflunni er að finna heildarupphæð sekta á ári en hver og ein sekt er stöðluð að upphæð 5.000 evrur

     4.      Hversu margar þessara sekta voru innheimtar, hversu margar voru felldar niður eða lokið með öðrum hætti? Hversu mörgum þeirra var skotið til æðra stjórnvalds og hver voru afdrif málsins?

    Póst- og fjarskiptastofnun:
Ár Sekt Upphæð Afdrif Kært Afdrif
2011 Dagsekt 100 þús. á dag Féllu niður Nei
2012 Dagsekt 100 þús. á dag Féllu niður Nei
2013 Dagsekt 100 þús. á dag Féllu niður Nei
2013 Dagsekt 100 þús. á dag Féllu niður Nei
2016 Dagsekt 100 þús. á dag Féllu niður Nei
2017 Dagsekt 75 þús. á dag Féllu niður Staðfest
2018 Stjórnvaldssekt 9 milljónir kr. Innheimt Í meðferð fyrir dómstólum

    Samgöngustofa innheimti allar framantaldar sektir og engin þeirra var kærð til ráðuneytisins.