Ferill 928. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2008  —  928. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.


    Svar við fyrirspurninni birtist hér á eftir. Rétt er að taka fram að svarið byggist á upplýsingum sem aflað var hjá viðkomandi stofnunum nema annað sé tekið fram. Fyrirspurnin tekur til árabilsins 2009 og fram til loka júní 2019. Til ársloka 2010 var samgönguráðuneytið starfandi. Innanríkisráðuneytið starfaði frá ársbyrjun 2011 og fram til loka árs 2017 með hliðsjón af fjárlögum. Tölur fyrir árin 2011–2017 eiga því við um innanríkisráðuneytið í heild sinni. Í ársbyrjun 2018 tók samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til starfa.
    Kostnaður vegna hugbúnaðarkaupa og aðkeyptrar hugbúnaðargerðar er færður á sérstaka tegundalykla í bókhaldi ríkisins. Um er að ræða:
          55170 hugbúnaður. Hér færist hugbúnaður og notendaleyfi fyrir hugbúnað sem keyptur er í verslunum, hugbúnaðarpakkar, þjónustusamningar, Bakvörður, Web Objects, Web Trends, Stólpi, Erindreki, Navision o.fl., uppfærslu- og viðhaldssamningar af keyptum hugbúnaði.
          54520 hugbúnaðargerð. Undir þennan lið færist öll aðkeypt vinna kerfisfræðinga og önnur sérfræðiþjónusta vegna hugbúnaðargerðar, viðhalds og viðgerðar á hugbúnaði, aðstoðar og ráðgjafar vegna hugbúnaðar.
          54521 hugbúnaðargerð án VSK.
    Rétt er að benda á að undir tegundir 54520 og 54521 fellur einnig viðhald og viðgerðir á hugbúnaði. Hjá sumum stofnunum felst meginhluti kostnaðar í ýmissi vinnu þjónustuaðila við að halda daglegu tölvuumhverfi gangandi fremur en hugbúnaðargerð. Þá fellur ýmis tilfallandi vinna við vefmál o.fl. undir þessar tegundir.

     1.      Hver hafa verið útgjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar?
    Kostnaður vegna hugbúnaðarkaupa kemur fram í eftirfarandi töflu ásamt kostnaði sem skráður er á tegundirnar 54520 hugbúnaðargerð og 54521 hugbúnaðargerð án virðisaukaskatts. Fjárhæðir eru í milljónum króna.
    Tölur fyrir aðalskrifstofu ráðuneytisins innifela kostnað sem bókaður er á fjárlagaliðina 06-190 og 10-190 (ýmis verkefni) á umræddu tímabili. Tölur fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa ná frá 1. júní 2013 þegar stofnunin tók til starfa eftir sameiningu þriggja rannsóknarnefnda. Með sama hætti ná tölur fyrir Samgöngustofu frá 1. júlí 2013 og frá 1. janúar 2011 fyrir Þjóðskrá Íslands, en í báðum tilfellum er um að ræða fyrsta rekstrarár sameinaðra stofnana. Kostnaður Vegagerðarinnar, Þjóðskrár Íslands, Samgöngustofu og Byggðastofnunar byggist á tölum frá viðkomandi stofnunum, en annar kostnaður byggist á keyrslu úr bókhaldi ríkisins sem framkvæmd var af Fjársýslu ríkisins.
    Kostnaður skráður á tegundalykla 54520, 54521 og 55170 hjá Þjóðskrá Íslands felur í sér vinnu við hugbúnaðargerð, þjónustu á hugbúnaðarkerfum og/eða kaup á stöðluðum hugbúnaði fyrir Þjóðskrá Íslands ásamt hugbúnaði fyrir sýslumannsembætti, dómstóla og sveitarfélög.

Fjárhæðir í millj. kr. Tegund 55170 Tegundir 54520 og 54521
Aðalskrifstofa ráðuneytisins 37,6 38,3
Rannsóknarnefnd samgönguslysa 3,4 1,4
Samgöngustofa 138,5 4,7
Vegagerðin 323,3 1.003,1
Póst- og fjarskiptastofnun 75,8 21,3
Þjóðskrá Íslands 493,0 1.023,0
Byggðastofnun 11,8 0,0

     2.      Hve háum fjárhæðum vörðu ráðuneytið og undirstofnanir þess til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar frá árinu 2009?
    Eins og áður greinir eru öll hugbúnaðarkaup færð á tegund 55170 í bókhaldi ríkisins og gildir þá einu hvort um er að ræða leyfisgjöld eða þjónustugjöld. Umræddur kostnaður liggur því ekki fyrir sundurliðaður í bókhaldskerfum ríkisins.

     3.      Hvaða sérsmíðaða hugbúnað er ráðuneytið og hver undirstofnun þess að nota og:
                  a.      hver er eigandi hugbúnaðarins,
                  b.      eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út,
                  c.      var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar,
                  d.      hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins,
                  e.      hver er tilgangur hugbúnaðarins?

    Eftirfarandi tafla byggist á svörum frá stofnunum sem heyra undir ráðuneytið. Rétt er að benda á að sérsmíðaður hugbúnaður er oft í stöðugri þróun og liggur endanlegur kostnaður því ekki alltaf fyrir. Þetta á ekki síst við þegar hugbúnaðurinn er þróaður innanhúss hjá stofnunum. Varðandi b-lið þessa töluliðar þá lágu svör almennt ekki fyrir hjá stofnunum ráðuneytisins þar sem oft er um að ræða eldri hugbúnaðarkerfi.








Fjárhæðir í milljónum króna
Hver er eigandi hugbúnaðarins (3a) Eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út (3b) Var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar (3c) Hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins (3d) Hver er tilgangur hugbúnaðarins (3e)
Aðalskrifstofa ráðuneytisins og ýmis verkefni          
Tilkynningagátt um öryggisatvik * SRN Ríkissjóður hefur fullan afnotarétt fyrir alla opinbera aðila Verktakar 7,7 Tilkynningagátt fyrir öryggisatvik á Netinu
Samráðsgátt FOR og FJR Verktakar 7,2 Birt eru skjöl stjórnvalda til samráðs við almenning og hagsmunaaðila
Vefgátt SRN * SRN Verktakar 1,5
Samræmd upplýsingagátt fyrir málefnasvið ráðuneytisins
* Verk í vinnslu, heildarkostnaður liggur ekki fyrir. Tilkynningagáttin verður afhent Persónuvernd og netöryggissveit PFS í ágúst 2019.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa        
Bráðabirgða vefsvæði vegna sameiningar stofnana RNSA Verktakar 1,3 Bráðabirgðavefsvæði vegna sameiningar þriggja rannsóknarnefnda í eina
Samgöngustofa        
Bókunarkerfi flugprófa Samgöngustofa Forritarar innanhúss 1,1 Bókun í flugpróf
Taxi Samgöngustofa Verktakar 3,6 Skrá um leyfi atvinnubílstjóra
Skipaskrá – Skútan Samgöngustofa Verktakar Ólokið, áætlun 40 millj. kr. Kerfi í þróun hjá Advania
Nachos Samgöngustofa Forritarar innanhúss Óþekkt Umsóknir ökuritakorta
Askur Samgöngustofa Forritarar innanhúss Óþekkt Gögn um ökupróf
Loftfaraskrá – ISAIR Samgöngustofa Verktakar og stofnun Greitt af Flugmálastjórn Skráning loftfara
Skírteinakerfi – ISPEL Samgöngustofa Verktakar og stofnun Greitt af Flugmálastjórn Útgáfa og utanumhald skírteina fyrir flugmenn
Gátlisti – INSPECT Samgöngustofa Verktakar og stofnun Geitt af Flugmálastjórn Til úttekta
Skipaskrá Samgöngustofa Verktakar og stofnun Greitt af Siglingastofnun Skrá um skip
Lögskráningar Samgöngustofa Verktakar og stofnun Greitt af Siglingastofnun Skrá yfir lögskráningar sjómanna
Ekja Samgöngustofa Stofnun Greitt af Umferðastofu Skrá yfir ökutæki
Horus Samgöngustofa Stofnun Greitt af Umferðastofu Skýrslugerð
Slysaskrá Samgöngustofa Stofnun Greitt af Umferðastofu Slysaskrá
Vegagerðin          
Veggagnabanki Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Grunnkerfi fyrir skráningu, viðhald vegakerfis Vg. Haldið er utan um sögu og gögn vegþekjunnar
Vörpun vega Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Notendaviðmót fyrir Veggagnabanka
Vegaskrá Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Heldur utan um útgefna vegaskrá Vg.
Námukerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald námugagna
Brúakerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald brúargagna
Slysakerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald slysagagna á vegum Vg.
Falllóðskerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning falllóðsmælinga
Hrýfikerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Hrýfimælingar lesnar í grunn og birtar á korti
Slitlagakerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald slitlagagagna
Fastmerkjakerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald fastmerkjagagna
Jarðtæknikerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald jarðtæknigagna
Vegsniðskerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Notað í tengslum við hönnun vega
Rannsóknarkerfi Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald rannsókna jarðefna
Færð og veður Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Aðallega bakgrunnskerfi
Teikningar vega Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Heldur utan um yfirlits- og hönnunarteikningar vega
Gagnaveita Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Veitir ytri aðilum aðgang að lifandi gögnum Vg. svo sem veðri, umferð, færð, o.s.frv.
Ýmsar vefþjónustur Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Fyrir gagnastrauma á milli ólíkra kerfa á innra neti
Vegasjá ísl./ensk Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Á ytri vef Vg. Hægt að skoða veður, vefmyndavélar, færð á gagnvirku korti
Vegasjár fyrir fagaðila Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Gagnvirkt kort fyrir fagaðila
Utel Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Heldur utan um gögn frá umferðateljurum
Veður og sjólag Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Heldur utan um gögn um veður og sjólag. Upphaflega skrifað af Siglingastofnun en viðhaldið og þróað af VG eftir sameiningu stofnananna
Ýmis bakgrunnskerfi PL/SQL o.fl. Vegagerðin Forritarar innanhúss Liggur ekki fyrir Undirliggjandi fyrir mörg kerfi
Girðingakerfi Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Skráning og viðhald gagna um girðingar meðfram vegum
Boðunarkerfi Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Heldur utan um boðanir verktaka t.d vegna snjómoksturs o.fl.
Umferðabanki eldri Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Heldur utan um umferðargögn
Umferðarbanki nýr, ekki lokið Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Heldur utan um umferðargögn
Elit Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Heldur utan um færðarupplýsingar
Gagnaskoðari Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Fyrirspurnartól fyrir gögn frá teljurum og mælum við vegi
Gagnaeftirlit Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Fylgist með réttleika gagna frá mælum við vegi
Færðarapp Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Hægt að skoða færð í snjallsíma
Ytri vefur Vegagerðarinnar Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Fyrir almenning
Innri vefur Vegagerðarinnar Vegagerðin Verktakar Liggur ekki fyrir Fyrir starfsmenn Vegagerðarinnar
Póst- og fjarskiptastofnun          
Tíðniuppboðsvél PFS Verktakar 0,7 Hugbúnaður til að halda uppboð á fjarskiptatíðnum
Þjóðskrá Íslands        
Skráningar og matskerfi fasteigna Þjóðskrá Íslands Verktakar 272,4 Fasteignaskrá
Þjóðskrárkerfi Þjóðskrá Íslands Verktakar og stofnun 136,6 Þjóðskrá
Álagningkerfi sveitarfélaga Þjóðskrá Íslands Verktakar 80,0 Álagningarkerfi
Starfskerfi sýslumanna Þjóðskrá Íslands Verktakar og stofnun 77,6 Nauðungarsölu-, aðfarar-, sifja-, dánarbús-, P-korta-, mála- og lögræðiskerfi
Kosningakerfi / undirskriftalistar Þjóðskrá Íslands Verktakar 58,7 Ísland.is
Málakerfi sýslumanna Þjóðskrá Íslands Verktakar 52,2 Gamalt GoPro-kerfi, var aflagt og nýtt starfskerfi sýslumanna kom í stað þess
Vegabréfa- / skilríkjakerfi Þjóðskrá Íslands Verktakar 50,7 Vegabréfakerfi sem skiptist í umsóknar-, framleiðslu- og skilríkjakerfi
Leyfisveitingagátt Þjóðskrá Íslands Verktakar 47,2 Ísland.is
Ísland.is Þjóðskrá Íslands Verktakar 46,8 Ísland.is
Vefur / heimasíða Þjóðskrá Íslands Verktakar 34,8 Vefur
Íslykill Þjóðskrá Íslands Verktakar 26,4 Ísland.is
Þinglýsingarkerfi sýslumanna Þjóðskrá Íslands Verktakar og stofnun 10,5 Þinglýsingarkerfi sýslumanna
LotusNotes/GoPro-viðbætur Þjóðskrá Íslands Verktakar 9,0 Gamalt GoPro-kerfi, var aflagt og nýtt starfskerfi sýslumanna kom í stað þess
Skjalastjórnunarkerfi Þjóðskrá Íslands Verktakar 7,4 Skjalastjórnunarkerfi
Rafrænar þinglýsingar Þjóðskrá Íslands Verktakar og stofnun 6,0 Rafrænar þinglýsingar, enn í smíðum
VefUppfletti Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Miðlun upplýsinga um fasteignir
Kaup- og leigusamningakerfi Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Kerfi sem heldur utan um kaupsamninga og leigusamninga
Kjörskrár og kjördeildarkerfi Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Kerfi til að halda utan um kjörskrárstofn, kjördeildir og utankjörfundarkerfi
Ýmsar vefþjónustur Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Ýmsar þjónustur til að miðla upplýsingum til þriðja aðila
Skönnunar – skjalakerfi Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Skönnunarkerfi og rafskjalasafn
Tryggingabanki Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Miðlægt kerfi fyrir tryggingafélög
Ríkiseignir Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Umsýslukerfi fyrir Ríkiseignir
Vefsjá fasteigna (loftmyndir) Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Upplýsingavefur
Verðsjár fasteigna Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Upplýsingavefur
Lögræðissviptingaskrá Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Lögræðissviptingaskrá
Xroad Þjóðskrá Íslands Forritarar innanhúss Rafrænt þjónustulag ríkisins (Straumurinn)
Byggðastofnun          
Engin sérsmíðuð kerfi eru í notkun hjá stofnuinni