Ferill 1008. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2011  —  1008. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um stjórnvaldssektir og dagsektir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018?
     2.      Hversu margir voru þolendur ákvarðananna, skipt í einstaklinga og lögaðila?
     3.      Hver var upphæð sektanna í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári?
     4.      Hversu margar þessara sekta voru innheimtar, hversu margar voru felldar niður eða lokið með öðrum hætti? Hversu mörgum þeirra var skotið til æðra stjórnvalds og hver voru afdrif málsins?


    Forsætisráðuneytið sendi erindi á þær stofnanir sem heyra undir ráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018, og óskaði eftir upplýsingum um stjórnvaldssektir og dagsektir, í samræmi við fyrirspurnina. Svör við einstökum liðum eru eftirfarandi:

     1.      Fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018.
                  a.      Seðlabanki Íslands.
             Alls var 38 málum lokið með stjórnvaldssekt í 34 ákvörðunum. Hver ákvörðun gat varðað fleiri en einn málsaðila í sömu ákvörðun. Seðlabankinn lagði ekki á dagsektir á tímabilinu.
                  b.      Hagstofa Íslands.
             Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.
                  c.      Jafnréttisstofa.
             Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.

     2.      Fjöldi þolenda ákvarðana, skipt í einstaklinga og lögaðila.
                  a.      Seðlabanki Íslands.
             Í fyrrnefndum 38 málum var um að ræða 22 lögaðila og 16 einstaklinga.
                  b.      Hagstofa Íslands.
            Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.
                  c.      Jafnréttisstofa.
            Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.

     3.      Upphæð sekta í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári.
                  a.      Seðlabanki Íslands.
            Heildarfjárhæðir stjórnvaldssekta í einstökum tilfellum voru eftirfarandi:

Heildarfjárhæðir stjórnvaldssekta
í einstökum tilfellum

Ár

Upphæð (kr.)
Ár
Upphæð (kr.)
2012 50.000 2015 130.000
2012 45.000 2015 350.000
2013 60.000 2015 290.000
2013 90.000 2015 2.500.000
2013 180.000 2015 40.000
2013 450.000 2015 1.100.000
2014 250.000 2015 50.000
2014 25.000 2016 18.000.000
2014 15.000 2016 400.000
2014 50.000 2016 15.000.000
2014 60.000 2016 1.300.000
2014 95.000 2016 2.500.000
2014 10.000.000 2016 2.500.000
2014 1.400.000 2016 75.000.000
2014 20.000 2016 24.200.000
2014 500.000 2017 22.500.000
2014 25.000.000 2018 185.000

            Heildarupphæðir stjórnvaldssekta sundurliðaðar eftir árum voru eftirfarandi:
Heildarfjárhæðir stjórnvaldssekta
sundurliðaðar eftir árum
Ár Upphæð (kr.)
2011 0
2012 95.000
2013 780.000
2014 37.415.000
2015 22.460.000
2016 120.900.000
2017 22.500.000
2018 185.000

            Seðlabankinn lagði ekki á dagsektir á tímabilinu.
                  b.      Hagstofa Íslands.
            Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.
                  c.      Jafnréttisstofa.
            Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.


     4.      Fjöldi sekta sem voru innheimtar, felldar niður eða lokið með öðrum hætti. Málskot til æðra stjórnvalds og afdrif máls.
                  a.      Seðlabanki Íslands.
            Eftirfarandi tafla sýnir innheimtu stjórnvaldssekta og sátta vegna áranna 2011–2018:
Stjórnvaldssektir Seðlabanka Íslands frá 2011–2018
Ár Álagning Breytingar Greiðslur Afskrifað
Upphæð (kr.) Fjöldi Upphæð (kr.) Fjöldi Upphæð (kr.) Fjöldi Upphæð Fjöldi
Stjórnvaldssektir 115.860.000 7 - 115.610.000 6 - 250.000 17
2012 50.000 1 - 50.000 1 2
2013 60.000 1 - 60.000 1 2
2014 250.000 1 - 250.000 3
2016 115.500.000 4 - 115.500.000 4 10
Sættir 88.475.000 27 - 42.145.000 16 - 46.323.062 45
2012 45.000 1 - 45.000 1 2
2013 720.000 3 - 90.000 1 - 630.000 4
2014 37.165.000 10 - 37.015.000 6 - 150.000 16
2015 22.460.000 8 - 4.410.000 6 - 18.050.000 16
2016 5.400.000 3 - 400.000 1 - 4.993.062 4
2017 22.500.000 1 - 22.500.000 1
2018 185.000 1 - 185.000 1 2
Samtals 204.335.000 34 - 157.755.000 22 - 46.573.062 62 0 0

             Í þremur tilvikum hafa stjórnvaldssektir verið felldar niður með dómi eftir að hafa verið bornar undir dómstóla. Heildarumfang þessara sekta var 114.200.000 kr.
             Seðlabankinn hefur að eigin frumkvæði afturkallað 19 ákvarðanir um stjórnvaldssektir í málum sem vörðuðu brot á reglum um gjaldeyrismál sem settar voru á grundvelli heimildar í bráðabirgðaákvæði I í lögum um gjaldeyrismál. Voru ákvarðanirnar afturkallaðar þar sem þær höfðu verið teknar á grundvelli heimilda sem ekki voru taldar gildar refsiheimildir. Heildarumfang þessara stjórnvaldssekta var 43.555.000 kr.
             Í lögum um gjaldeyrismál er ekki að finna heimild til þess að skjóta ákvörðun til æðra stjórnvalds.
                  b.      Hagstofa Íslands.
            Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.
                  c.      Jafnréttisstofa.
            Stofnunin beitti hvorki stjórnvaldssektum né dagsektum á árabilinu 2011–2018.

    Aðrar stofnanir og stjórnvöld sem heyra undir forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018, hafa hvorki heimildir til að taka ákvarðanir um stjórnvaldssektir né dagsektir og hafa því ekki verið talin upp hér að framan.