Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 228  —  216. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Í hvaða tilvikum í kosningum til Alþingis, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2009 hafa kjósendur þurft að fara út fyrir sveitarfélag sitt á kjörstað til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000? Hve langt þurftu kjósendur að fara í framangreindum tilvikum til að greiða atkvæði utan kjörfundar? Óskað er eftir upplýsingum um vegalengdir í kílómetrum.


Skriflegt svar óskast.