Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 243  —  230. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um eignarhald fjölmiðla.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvernig hefur fjölmiðlanefnd tryggt að upplýst sé hver fer með yfirráð fjölmiðlaveitu, sbr. f-lið 1. mgr. 17. gr. laga um fjölmiðla, nr. 38/2011?
     2.      Hefur fjölmiðlanefnd einhvern tíma kallað eftir gögnum frá forsvarsmönnum fjölmiðils sem sýna fram á hver fer með raunveruleg yfirráð fjölmiðils?
     3.      Telur ráðherra að nauðsynlegt sé að tilgreina í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 38/2011 að á meðal þeirra upplýsinga sem fjölmiðlanefnd fær um hverja skráningarskylda fjölmiðlaveitu séu upplýsingar um raunveruleg yfirráð fjölmiðils?
     4.      Telur ráðherra nauðsynlegt að fjölmiðlar upplýsi um helstu kröfuhafa sína í þeim gögnum sem þeir afhenda fjölmiðlanefnd á grundvelli ákvæða 14. og 17. gr. laga nr. 38/2011?
     5.      Telur ráðherra það samræmast anda og inntaki laga nr. 38/2011 að fjölmiðlar upplýsi ekki um hverjir eru helstu kröfuhafar þeirra?


Skriflegt svar óskast.