Ferill 237. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 252  —  237. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um jafnréttismat.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig framkvæmdi ráðuneytið jafnréttismat við vinnslu eftirtalinna frumvarpa sem lögð voru fram á 148. löggjafarþingi:
                  a.      frumvarps til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum (stjórn álaveiða), á þskj. 302 (215. mál),
                  b.      frumvarps til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr (eftirlit, upplýsingagjöf), á þskj. 441 (330. mál),
                  c.      frumvarps til laga um Matvælastofnun, á þskj. 442 (331. mál),
                  d.      frumvarps til laga um breytingu á lögum um Fiskræktarsjóð, nr. 72/2008 (gjald af veiðitekjum, fjöldi stjórnarmanna o.fl.), á þskj. 616 (433. mál),
                  e.      frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), á þskj. 656 (457. mál)?
     2.      Á hverju byggir ráðuneytið þá staðhæfingu í greinargerð með frumvarpinu á þskj. 302 að ákvæði þess hafi áhrif á konur jafnt sem karla, og hafi ekki áhrif á stöðu kynjanna, en í greinargerðinni kemur jafnframt fram að afar litlar upplýsingar séu til um álaveiðar við Ísland?
     3.      Hvaða gögn liggja til grundvallar þeim staðhæfingum sem koma fram í greinargerðum með frumvörpunum á þskj. 441 og 442 að breytingar sem í þeim felast snerti bæði kyn jafnt? Hefur farið fram greining á því hvort til staðar sé kynjaskekkja sem bregðast þurfi við á málefnasviðinu?
     4.      Hvaða greiningar á veiðifélögum og úthlutun styrkja úr Fiskræktarsjóði liggja til grundvallar þeirri staðhæfingu í greinargerð með frumvarpi á þskj. 616 að breytingar á úthlutunum hafi jafnt áhrif á konur sem karla og því séu sjónarmið varðandi kynjaskiptingu málinu óviðkomandi?


Skriflegt svar óskast.