Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 455  —  369. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgang fatlaðs fólks að réttarkerfinu.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvað hefur verið gert til að standa við skuldbindingar Íslands í 2. mgr. 13. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að tryggja fötluðu fólki virkan aðgang að réttarkerfinu með viðeigandi fræðslu og þjálfun fyrir þá sem starfa á sviði réttarvörslu, t.d. lögreglumenn og starfsfólk fangelsa?
     2.      Hefur verið gerð úttekt á stöðu fatlaðs fólks í fangelsum?