Ferill 391. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 516  —  391. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kirkjujarðasamkomulagið 1997/1998 og eignaskrá ríkisins.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða eignir af þeim sem finnast í skrá kirkjueignanefndar frá 1992, „Kirkjueignir á Íslandi 1597–1984, II. Skrár“, hafa verið skráðar í eignaskrá ríkisins eftir kirkjujarðasamkomulagið sem var undirritað 1997?
     2.      Hverjar af þeim eignum sem fram koma í skrá kirkjueignanefndar eru ekki enn í eignaskrá ríkisins?
     3.      Hvaða aðrar eignir er ágreiningur um að séu hluti af kirkjujarðasamkomulaginu?
     4.      Voru einhverjar af eignunum í skrá kirkjueignanefndar þegar skráðar í eignaskrá ríkisins áður en kirkjujarðasamkomulagið var undirritað? Ef svo, hvaða eignir voru það?
     5.      Hvaða eignir sem fram komu í skrá kirkjueignanefndar hefur ríkið selt og hvert er núvirt andvirði þeirrar sölu?
     6.      Hvaða eignir, sem ágreiningur var um að væri hluti af kirkjujarðasamkomulaginu, hefur ríkið eða kirkjan selt og hvert er núvirt andvirði þeirrar sölu?
     7.      Hvert er fasteignamat allra fasteigna samkvæmt fyrrgreindum töluliðum? Svar óskast með lista yfir allar fasteignir ásamt fastanúmeri þeirra og fasteignamati samkvæmt fasteignaskrá.


Skriflegt svar óskast.