Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 548  —  407. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um námsgögn fyrir framhaldsskóla.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Telur ráðherra að aukin fjölbreytni kennsluaðferða, þ.m.t. varðandi framsetningu námsefnis, sé vænleg til þess að bregðast við brottfalli úr framhaldsskólum, ekki síst drengja?
     2.      Hefur ráðherra í hyggju að ráðast í ákveðnar aðgerðir til að tryggja fjölbreytni í framsetningu námsefnis? Ef svo er, hverjar eru þær aðgerðir helstar og innan hvaða tímamarka hyggst ráðherra hrinda þeim í framkvæmd?
     3.      Telur ráðherra að ein leið að markmiði tillögu til þingsályktunar um íslensku sem þjóðtungu Íslendinga og opinbert mál á Íslandi, sbr. þingmálaskrá, þ.e. um nauðsyn þess að tryggja að íslenska verði notuð áfram á öllum sviðum íslensks samfélags, sé að tryggja nemendum íslenskra framhaldsskóla aðgang að námsefni á íslensku í námsgreinum sem eru á annað borð kenndar á íslensku?
     4.      Er ráðherra með stefnu varðandi námsefni á íslensku fyrir framhaldsskólanema?