Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 577  —  428. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hversu mörg mál hefur gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands tekið til rannsóknar og hversu mörgum þeirra lauk gjaldeyriseftirlitið með:
                  a.      kæru til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar eða embættis sérstaks saksóknara,
                  b.      niðurfellingu,
                  c.      beitingu stjórnvaldssekta,
                  d.      sátt?
     2.      Hafi einhverjum málum lokið með annaðhvort stjórnvaldssekt eða sátt, hversu háar fjárhæðir hafa runnið í ríkissjóð vegna þess? Óskað er eftir sundurliðun fjárhæða sekta og sáttargreiðslna ásamt dagsetningum í hverju tilviki fyrir sig.
     3.      Hversu mörgum málum hefur lokið fyrir dómstólum þar sem sektarákvörðun bankans er felld niður eða lækkuð?
     4.      Hversu margar kvartanir hafa bankanum borist vegna gjaldeyriseftirlitsins eða einstakra starfsmanna eftirlitsins? Að hvaða atriðum lutu kvartanirnar? Hvernig var brugðist við kvörtunum og hvernig var tryggt að kvartanir hlytu óháða meðferð?
     5.      Hafa bankanum borist fjárkröfur vegna ákvarðana starfsmanna bankans og ef svo er, hversu margar eru þær kröfur og hversu háar? Hver er lagagrundvöllur þeirra?
     6.      Hver er heildarkostnaður við gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands? Óskað er eftir upplýsingum um kostnað innan húss og utanaðkomandi lögfræði-, sérfræði- og málskostnað.
     7.      Hversu margir starfsmenn gjaldeyriseftirlitsins eru enn við störf og hver hefur þróun fjölda starfsmannanna verið?


Skriflegt svar óskast.