Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 673  —  458. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um störf nefndar um dómarastörf.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvers vegna hafa ekki verið birt álit nefndar um dómarastörf vegna áranna 2017 og 2018 eins og skylt er skv. 2. mgr. 10. gr. laga um dómstóla, nr. 50/2016? Hvenær má vænta þess að álitin verði birt?
     2.      Hvað voru mörg álit gefin á árunum 2017 og 2018 og hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndarinnar?
     3.      Hvernig er tryggt að meðferð mála hjá nefnd um dómarastörf fari eftir ákvæðum stjórnsýslulaga, eins og kveðið er á um í 3. gr. 9. gr. fyrrgreindra laga? Eru í gildi verkferlar, innri verklagsreglur eða málsmeðferðarreglur vegna erinda sem nefndinni berast?


Skriflegt svar óskast.