Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 944  —  559. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fjármál trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig er eftirliti með fjármálum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga háttað samkvæmt lögum nr. 108/1999, um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög?
     2.      Hversu tíð voru sein skil og vanskil af hálfu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á skýrslum um starfsemi skv. 5. gr. sömu laga á árabilinu 2013–2018?
     3.      Telur ráðherra rétt að herða viðurlög við því að trúfélög og lífsskoðunarfélög skili ekki eða vanræki að skila skýrslu um starfsemi á tilsettum tíma?
     4.      Telur ráðherra rétt að gera kröfur um frekari upplýsingar í skýrslum um starfsemi trúfélaga og lífsskoðunarfélaga með tilliti til fjárhags félaganna og ráðstöfunar fjármuna þeirra? Kemur til greina að skylda slík félög til að skila ársreikningum í samræmi við lög nr. 3/2006, um ársreikninga?


Skriflegt svar óskast.