Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 178  —  177. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rafvæðingu hafna.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hver er staða verkefna aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum sem unnin var af Hafinu – Öndvegissetri og Íslenskri NýOrku?
     2.      Hefur aðgerðaáætlunin verið kostnaðarmetin?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að ríkissjóður taki þátt í því með hafnarsjóðum sveitarfélaganna að greiða þann kostnað sem hlýst af rafvæðingu hafna?