Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 198  —  111. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá undirstofnunum.


     1.      Hver hafa verið útgjöld undirstofnana sem heyra undir ráðherra vegna hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar?

Útgjöld vegna hugbúnaðar frá 2009 Þar af fyrir sérsmíðuð kerfi Þar af til kaupa á almennum hugbúnaði
Einkaleyfastofa 115.411.019 108.884.780 6.526.239
Ferðamálastofa 15.404.996* * *
Neytendastofa 25.376.731 0 250.000
Nýsköpunarmiðstöð 218.923.491 0 0
Orkustofnun 39.879.468 8.210.861 31.668.607
Samkeppniseftirlitið 76.454.309 0 656.481
*Ekki er sundurliðað frekar í bókhaldi Ferðamálastofu.

     2.      Hve háum fjárhæðum vörðu undirstofnanir til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar frá árinu 2009?
    Kostnaður við þjónustugjöld er túlkað sem þjónustusamningar og eru svörin sett fram í samræmi við það.

Kostnaður í leyfisgjöld frá 2009 Kostnaður í þjónustugjöld frá 2009
Einkaleyfastofa 20.471.082 26.715.554
Ferðamálastofa - -
Neytendastofa 11.340.389 14.014.351
Nýsköpunarmiðstöð 59.657.987 61.263.937
Orkustofnun 12.362.635 12.761.430
Samkeppniseftirlitið 41.963.122 33.834.706



     3.      Hvaða sérsmíðaða hugbúnað notar hver undirstofnun og:
                  a.      hver er eigandi hugbúnaðarins,
                  b.      eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út,
                  c.      var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar,
                  d.      hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins,
                  e.      hver er tilgangur hugbúnaðarins?

    Ferðamálastofa, Neytendastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samkeppniseftirlitið eru ekki með sérsmíðaðan hugbúnað.

Einkaleyfastofa:
    Sérsmíðaður hugbúnaður sem stofnunin notar: Gagnagrunnur fyrir vörumerki, gagnagrunnur fyrir hönnun og gagnagrunnur fyrir einkaleyfi.
    a.     Eigandi hugbúnaðarins er Einkaleyfastofa.
    b.    Hugbúnaðarleyfi sem hugbúnaðurinn sem gefinn út eftir: Microsoft, Sharepoint, 4D og Linux/ubuntu.
    c.    Hugbúnaðurinn var þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar: Að hluta.
    d.     Kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins: 95.441.850 kr.
    e.    Tilgangur hugbúnaðarins:
            Að halda utan um umsóknir og skráningar um vörumerki auk þess að vera tæki til rannsóknar á skráningarhæfi vörumerkja, m.a. með tilliti til samanburðarleita. Að halda utan um umsóknir og skráðar hannanir auk þess að vera tæki til rannsóknar á skráningarhæfi hönnunar. Að halda utan um umsóknir og veitt einkaleyfi. Allir gagnagrunnarnir eru tengdir við alþjóðlega gagnagrunna.

Orkustofnun:
    Sérsmíðaður hugbúnaður sem stofnunin notar: Þjónustugátt, Niðurgreiðslukerfi raforku og Kortavefsjá fyrir hafsbotn.
    a.     Eigandi hugbúnaðarins er Orkustofnun.
    b.     Forritin eru öll í eigu Orkustofnunar.
    c.    Hugbúnaðurinn var þróaður bæði af verktökum og innan stofnunarinnar.
    d.     Kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins:
            Þjónustugáttin = 3.648.260 kr.
            Niðurgreiðslukerfi raforku = 1.041.982 kr.
            Kortavefsjá fyrir hafsbotn = 1.034.495 kr.
    e.     Tilgangur hugbúnaðarins:
            Þjónustugáttin – rafræn samskipti fyrir umsækjendur og eftirlitsaðila.
            Niðurgreiðslukerfi raforku – eftirlit með ráðstöfun niðurgreiðslna.
            Kortavefsjá fyrir hafsbotn – birting rannsóknargagna og leyfisveitinga jarðefna.