Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 202  —  196. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu langur tími líður að jafnaði frá því að beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst embætti sýslumanns og þar til mál er fyrst tekið í efnislega meðferð? Svar óskast í meðalfjölda daga, miðgildi fjölda daga, stysta tíma þangað til mál var tekið fyrir og lengsta tíma.
     2.      Hversu langur tími líður að jafnaði frá því að beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst embætti sýslumanns og þar til máli er lokið með úrskurði eða útgáfu árangurslauss sáttavottorðs? Svar óskast með sama sniði og í 1. tölul.
     3.      Er að mati ráðherra einhver leið til að höfða dómsmál um breytingu á forsjá eða umgengni nema skyldubundin sáttameðferð skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003 hafi farið fram hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu?
     4.      Telur ráðherra að lögbundin sáttameðferð hjá sýslumanni, sem að jafnaði tekur þann tíma sem raun ber vitni, samrýmist reglum um hraða málsmeðferð í forsjár- og umgengnismálum?
     5.      Þegar talin er þörf á að fá aðstoð sérfræðings til að ræða við barn, líkt og er hluti af vinnulagi sýslumanns, skila þeir af sér skýrslu um viðtal við barn? Hvaða sérfræðingar eru nú starfandi hjá embættinu í þessum tilgangi og hvaða menntun hafa þeir? Hvaða aðferðafræði styðjast sérfræðingar við þegar viðtöl eru tekin við börn?
     6.      Hafa stjórnvöld gefið út leiðbeiningar eða starfsreglur til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna, einkum sýslumannsembætta, líkt og ber að gera skv. 3. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem hefur verið lögfestur, sbr. lög nr. 19/2013? Ef svo er, hvar er þær að finna?


Skriflegt svar óskast.