Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 398  —  207. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?
     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?


    1. Eftirfarandi tafla sýnir hversu margar utanlandsferðir ráðherra, yfirstjórn, almennir starfsmenn og starfsmenn stofnana ráðuneytisins fóru á árunum 2016–2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    2. Ferðir ráðherra og starfsmanna forsætisráðuneytisins á árinu 2018 voru allar kolefnisjafnaðar og til stendur að kolefnisjafna allar ferðir á þessu ári þegar fjöldi ferða liggur endanlega fyrir í lok árs og sama gildir um ferðir sem farnar verða í framtíðinni. Hvað varðar stofnanir ráðuneytisins þá voru ferðir á þeirra vegum ekki kolefnisjafnaðar, fyrir utan ferðir sem farnar voru af starfsmönnum Hagstofu Íslands á árunum 2018 og 2019.

    3. Sérstakur fjarfundabúnaður er hjá ráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og Seðlabanka Íslands auk þess sem óbyggðanefnd hefur aðgang að slíkum búnaði. Með tilkomu nýrra og betri lausna eiga starfsmenn þess kost að taka þátt í fundum í gegnum fartölvur sínar og síma. Eru starfsmenn þar af leiðandi ekki lengur bundnir við að halda eða sitja fjarfundi í tilteknum fundarherbergjum með sérstökum fjarfundabúnaði.

    4. Ekki hefur verið haldin nákvæm skráning um fjölda fjarfunda við aðila í útlöndum á vegum ráðuneytisins. Starfsmenn ráðuneytisins nýta sér á hinn bóginn þennan möguleika í síauknum mæli. Ráðuneytið áætlar að starfsmenn hafi haldið eða tengst fundum með aðilum í útlöndum, bæði með sérstökum fjarfundabúnaði og í gegnum síma og tölvur, í á annað hundrað tilvika á tímabilinu.