Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 401  —  214. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?
     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?

    Leitast var eftir upplýsingum frá undirstofnunum ráðuneytisins. Svörin hér á eftir koma því bæði frá undirstofnunum og úr ferðabókunarkerfi ráðuneytisins. Þá þarf að taka tillit til þess að árin 2016 og 2017 var ráðuneytið rekið á sama fjárlagaviðfangi og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, fyrst sem innanríkisráðuneyti en svo sem dómsmálaráðuneyti. Upplýsingar um ferðir starfsmanna árin 2016 og 2017 eru því ekki að fullu sambærilegar við upplýsingar um ferðir síðari ár.
    Árin 2016–2019 var fjöldi utanlandsferða eftirfarandi:
     a.      Ráðherra fór 17 ferðir á tímabilinu 2016 til september 2019.
     b.      Yfirstjórn fór 53 ferðir á sama tímabili.
     c.      Almennir starfsmenn fóru 366 ferðir á tímabilinu.
    Heildarfjölda ferða ráðuneytisins og starfsmanna undirstofnanna má finna í töflunni hér á eftir ásamt svörum við 2.–4. tölul. fyrirspurnarinnar. Ekki hefur verið haldið bókhald um fundi þar sem nýttur hefur verið fjarfundabúnaður hvort sem hann var notaður fyrir fundi með erlendum aðilum eða innlendum. Þó var tekið fram í svörum undirstofnanna að fjarfundabúnaður, skype í tölvum starfsmanna og símafundir væru notaðir í auknum mæli. Þeir fundir eru aðallega með aðilum innan lands.

Ferðir Kolefnisjöfnun Fjarfundabúnaður er til Fjöldi funda í gegnum fjarfundabúnað
Dómsmálaráðuneyti 436 nei ekki haldið utan um
Ríkissaksóknari 13 nei -
Héraðssaksóknari 152 nei ekki haldið utan um
Ríkislögreglustjóri 819 nei ekki haldið utan um
Lögreglan á Suðurlandi 30 nei -
Lögreglan á Norðurlandi eystra 29 nei ekki haldið utan um
Lögreglan á Norðurlandi vestra 4 nei nei -
Lögreglan á Vesturlandi 7 nei -
Lögreglan á Suðurnesjum 225 nei nei ekki haldið utan um
Lögreglan á Vestfjörðum 4 nei -
Lögreglan í Vestmannaeyjum 7 nei ekki haldið utan um
Fangelsismálastofnun 12 nei -
Landhelgisgæslan 1.291 nei að takmörkuðu leyti ekki haldið utan um
Sýslumaðurinn á Austurlandi - - nei -
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - - símafundabúnaður -
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - - -
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum - - -
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 2 nei nei -
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum - - símafundabúnaður -
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 1 nei nei -
Dómstólasýslan 2 nei 2
Hæstaréttur Íslands 19 nei -
Landsréttur 3 nei 1
Héraðsdómur Reykjavíkur 1 nei -
Héraðsdómur Vesturlands - nei -
Héraðsdómur Vestfjarða - - -
Héraðsdómur Norðurlands vestra - - -
Héraðsdómur Norðurlands eystra - - -
Héraðsdómur Austurlands - - -
Héraðsdómur Suðurlands - - -
Héraðsdómur Reykjaness - - -
Útlendingastofnun 1.473 nei ekki haldið utan um