Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 409  —  352. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um umhverfismat vegna framkvæmda í Finnafirði.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hefur farið fram umhverfismat á þeirri starfsemi sem verið er að byggja upp í tengslum við hafnarframkvæmdir í Finnafirði, sbr. samstarfssamning sem var undirritaður í apríl sl. um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi á svæðinu?
     2.      Ef ekki hefur farið fram slíkt umhverfismat, hvenær má búast við því að slíkt mat fari fram og hversu langt geta framkvæmdir við hafnarframkvæmdir í Finnafirði gengið áður en umhverfismat liggur fyrir?
     3.      Hvaða kröfur til íslensks samfélags leiðir af starfsemi hafnarinnar með tilliti til uppbyggingar mengunarvarna, dráttarskipa, björgunarbúnaðar og ýmiss viðlagabúnaðar?
     4.      Liggur fyrir hversu víðáttumikið svæði muni fara undir samgöngumannvirki, gámavelli, vöruskemmur, eldsneytisbirgðastöðvar og önnur mannvirki sem munu tilheyra væntanlegri stórskipahöfn? Hefur verið lagt mat á líkleg áhrif slíkra mannvirkja á lífríki og náttúrufar á svæðinu?


Skriflegt svar óskast.